Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Ráslisti fyrir lokamót Meistaradeildarinnar

  • 2. apríl 2025
  • Fréttir

Ekki láta þig vanta í HorseDay höllina á föstudaginn Mynd: Carolin Giese

Keppt verður í tölti og skeiði í gegnum höllina og eru ráslistar klárir.

Lokamót Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum er á föstudaginn, 4. apríl og hefst keppni kl. 19:00 í HorseDay höllinni.

Spennan er mikil fyrir lokakvöld deildarinnar en mjótt er á munum bæði í einstaklings- og liðakeppninni. Eyrún Ýr Pálsdóttir er efst sem stendur og mætir hún með Drang frá Steinnesi á töltið og Friðsemd frá Kópavogi í skeiðið. Eyrún og Drangur hafa átt góðu gengi að fagna í deildinni í vetur og vakið verðskuldaða athygli en það verður gaman að sjá hvernig þau leysa verkefni föstudagsins. Friðsemd var þriðja fljótust í gegnum höllina í fyrra með knapa sínum Guðmari Þór Péturssyni.

Aðalheiður Anna er önnur á eftir Eyrúnu í einstaklingskeppninni og mætir hún á Hulinn frá Breiðstöðum í töltið en þetta er frumraun þeirra á keppnisbrautinni og margir eflaust mjög spenntir að sjá Hulinn spreyta sig í tölti. Aðalheiður mætir með Hörpurós frá Helgatúni í skeiðið en þær voru einmitt í fjórða sæti í 150 m. skeiðinu s.l. laugardag.

Ásmundur Ernir er þriðji og teflir fram Hlökk frá Strandarhöfði í töltið en þau unnu slaktaumatöltið og gæðingalistina í vetur. Hann mætir með Kröflu frá Syðri-Rauðalæk en hún hefur staðið sig vel í skeiðgreinum og var m.a. Íslandsmeistari í 100 m. skeiði í unglingaflokki í fyrra með Róberti Darra Edwardssyni.

Það eru hörkuhross á ráslistunum og verður spennandi að sjá hvernig leikar fara.

HorseDay höllin opnar kl. 17:00 og býður Lífland frítt í stúkuna. Að vanda verður glæsilegt steikarhlaðborð á staðnum og þeir sem panta fyrir fram fá frátekið sæti á besta stað í stúkunni. Fyrir þá sem komast ekki í höllina verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á www.eidfaxitv.is þar sem hægt verður að fylgjast með keppninni og kappkostað verður að senda stemninguna úr höllinni heim í stofu!

Ráslisti – Tölt

1 Teitur Árnason Fjalar frá Vakurstöðum Top Reiter
2 Aðalheiður A. Guðjónsdóttir Hulinn frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof
3 Bylgja Gauksdóttir Goði frá Garðabæ Fet/Pula
4 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Hestvit/Árbakki
5 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir/Hest.is
6 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hjarðartún
7 Þorgeir Ólafsson Aspar frá Hjarðartúni Sumarliðabær
8 Árni Björn Pálsson Hríma frá Kerhóli Top Reiter
9 Sigurður V. Matthíasson Kostur frá Þúfu í Landeyjum Ganghestar/Margrétarhof
10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Hvarmur frá Brautarholti Fet/Pula
11 Glódís Rún Sigurðardóttir Vikar frá Austurási Hestvit/Árbakki
12 Viðar Ingólfsson Vonandi frá Halakoti Hrímnir/Hest.is
13 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Sumarliðabær
14 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni Hjarðartún
15 Sara Sigurbjörnsdóttir Dísa frá Syðra-Holti Ganghestar/Margrétarhof
16 Hanne Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Fet/Pula
17 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Sumarliðabær
18 Gústaf Ásgeir Hinriksson Assa frá Miðhúsum Hestvit/Árbakki
19 Helga Una Björnsdóttir Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku Hjarðartún
20 Flosi Ólafsson Röðull frá Haukagili á Hvítársíðu Hrímnir/Hest.is
21 Eyrún Ýr Pálsdóttir Drangur frá Steinnesi Top Reiter

Ráslisti – Skeið í gegnum höllina

1 Þorgeir Ólafsson Væta frá Leirulæk Sumarliðabær

2 Sigurður V. Matthíasson Bylgja frá Eylandi Ganghestar/Margrétarhof

3 Þórarinn Ragnarsson Freyr frá Hraunbæ Hjarðartún
4 Aðalheiður A. Guðjónsdóttir Hörpurós frá Helgatúni Ganghestar/Margrétarhof
5 Teitur Árnason Sigurrós frá Gauksmýri Uppboðssæti
6 Hanna Rún Ingibergsdóttir Orka frá Kjarri Fet/Pula
7 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási Hrímnir/Hest.is
8 VILLIKÖTTUR Hestvit/Árbakki
9 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni Top Reiter
10 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi Hestvit/Árbakki
11 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter
12 Jóhann Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Fet/Pula
13 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni Hjarðartún
14 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk Hrímnir/Hest.is
15 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri Sumarliðabær
16 Eyrún Ýr Pálsdóttir Friðsemd frá Kópavogi Top Reiter
17 Hanne Smidesang Drottning frá Þóroddsstöðum Fet/Pula
18 Benjamín Sandur Ingólfsson Fáfnir frá Efri-Rauðalæk Sumarliðabær
19 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bríet frá Austurkoti Hestvit/Árbakki
20 Ásmundur Ernir Snorrason Krafla frá Syðri-Rauðalæk Hrímnir/Hest.is
21 Daníel Gunnarsson Smári frá Sauðanesi Ganghestar/Margrétarhof
22 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hjarðartún

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar