Ráslisti í fjórgangi – Meistaradeildin í Hestaíþróttum

  • 28. janúar 2020
  • Fréttir

Dregið var í rásröð í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í kvöld. Keppnin fer fram í TM höllinni í Víðidal á fimmtudaginn. Keppni hefst klukkan 19:00.

Ljóst er á knapa- og hestakosti að keppnin ætti að verða spennandi og erfitt að spá fyrir um hver ber sigur úr býtum.

Af þeim sjö pörum sem komust í úrslit í fyrra eru aðeins tvö skráð til leiks en það eru Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Sproti frá Enni sem urði í fimmta sæti og Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal sem urðu í sjöunda sæti.

Svona fór fjórgangurinn árið 2019.

Sæti Knapi Hestur Lið Aðaleinkunn
1 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Top Reiter 7.77
2 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 7.67
3 Jakob Svavar Sigurðsson Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Eques / Kingsland 7.53
4 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Ganghestar / Austurás
5 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 7.27
6 Eyrún Ýr Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Top Reiter 7.23
7 Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal Hrímnir / Export hestar 7.00

 

 

Liðabreytingar hafa orðið nú frá því að kynning á liðum fór fram. Daníel Jónsson tekur sæti Matthíasar Leó í liði Top Reiter og Matthías tekur sæti Ólafs Andra í Eques / Kingsland.

Ráslistin í fjórgangi

Nr. Knapi Hestur Lið
1 Teitur Árnason Arthúr frá Baldurshaga Top Reiter
2 Hulda Gústafsdóttir Sesar frá Lönguskák Hestvit / Árbakki
3 Helga Una Björnsdóttir Hnokki frá Eylandi Hjarðartún
4 Flosi Ólafsson Frami frá Ferjukoti Hrímnir / Export hestar
5 Guðmundur Björgvinsson Jökull frá Rauðalæk Eques / Kingsland
6 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Kolbakur frá Morastöðum Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
7 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan
8 Glódís Rún Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli Ganghestar / Austurás
9 Gústaf Ásgeir Hinriksson Kría frá Kópavogi Hestvit / Árbakki
10 Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti Hjarðartún
11 Matthías Leó Matthíasson Taktur frá Vakurstöðum Eques / Kingsland
12 Siguroddur Pétursson Steggur frá Hrísdal Hrímnir / Export hestar
13 Ragnhildur Haraldsdóttir Vákur frá Vatnsenda Ganghestar / Austurás
14 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
15 Árni Björn Pálsson Hátíð frá Hemlu II Top Reiter
16 Sigurður Sigurðarson Rauðka frá Ketilsstöðum Gangmyllan
17 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Hestvit / Árbakki
18 Hanna Rún Ingibergsdóttir Grímur frá Skógarási Eques / Kingsland
19 Telma Tómasson Baron frá Bala 1 Ganghestar / Austurás
20 Ásmundur Ernir Snorrason Dökkvi frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
21 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti Hjarðartún
22 Eyrún Ýr Pálsdóttir Askur frá Gillastöðum Top Reiter
23 Arnar Bjarki Sigurðarson Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Hrímnir / Export hestar
24 Bergur Jónsson Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan

Ljósmyndin sem fylgir fréttinni er af Árna Birni Pálssyni og Flaumi frá Sólvangi sem stóðu efstir í fjórgangi í fyrra. Ljósmyndina tók Bjarney Anna Þórsdóttir á Íslandsmótinu

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar