Ráslistinn klár fyrir fjórganginn

  • 26. janúar 2022
  • Fréttir

Ragnhildur Haraldsdóttir sigraði fjórganginn í fyrra á Vák frá Vatnsenda en í ár mætir hún með Úlf frá Mosfellsbæ

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefst á morgun

Dregið var í rásröð í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í kvöld. Keppnin fer fram á Ingólfshvoli á morgun en hún hefst klukkan 19:00. Hægt verður að horfa á mótið í beinni bæði á RÚV2 og á Alendis en vegna samkomutakmarkana eru engir áhorfendur leyfðir í höllina.

Af þeim pörum sem voru í úrslitum í fyrra eru engin skráð til leiks í ár. Ljóst er á knapa- og hestakosti að keppnin ætti að verða spennandi og erfitt að spá fyrir um hver ber sigur úr býtum.

 

Ráslisti – Fjórgangur

Nr. Knapi Hestur Lið
1 Flosi Ólafsson Tími frá Breiðabólsstað Hrímnir/Hest.is
2 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga
3 Jakob Svavar Sigurðsson Hraunar frá Vorsabæ II Hjarðartún
4 Sigursteinn Sumarliðason Fjöður frá Hrísakoti Skeiðvellir/Storm Rider
5 Mette Mannseth Skálmöld frá Þúfum Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
6 Teitur Árnason Taktur frá Vakurstöðum Top Reiter
7 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof
8 Pierre Sandsten-Hoyos Aðgát frá Víðivöllum fremri Hestvit/Árbakki
9 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga
10 Helga Una Björnsdóttir Fluga frá Hrafnagili Hjarðartún
11 Hanna Rún Ingibergsdóttir Grímur frá Skógarási Top Reiter
12 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar/Margrétarhof
13 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli Skeiðvellir/Storm Rider
14 Ólafur Ásgeirsson Glóinn frá Halakoti Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
15 Hinrik Bragason Útherji frá Blesastöðum 1A Hestvit/Árbakki
16 Arnar Bjarki Sigurðarson Örn frá Gljúfurárholti Hrímnir/Hest.is
17 Elvar Þormarsson Kostur frá Þúfu í Landeyjum Hjarðartún
18 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Fengur frá Auðsholtshjáleigu Auðsholtshjáleiga
19 Árni Björn Pálsson Frár frá Sandhól Top Reiter
20 Glódís Rún Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Ganghestar/Margrétarhof
21 Janus Halldór Eiríksson Sigur frá Laugarbökkum Skeiðvellir/Storm Rider
22 Sigurður Sigurðarson Leikur frá Vesturkoti Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
23 Viðar Ingólfsson Galdur frá Geitaskarði Hrímnir/Hest.is
24 Gústaf Ásgeir Hinriksson Ási frá Hásæti Hestvit/Árbakki

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar