Réttarball í reiðhöllinni Víðidal

Laugardaginn næstkomandi, 24. september, verður réttarball í reiðhöllinni Víðidal. „Tvær af öflugustu hljómsveitum landsins, Á móti sól og Papar, munu leiða saman hesta sína og færa gestum rammíslenska sveitaballastemmingu beint í æð. Á svæðinu verður stærsti bjórgámur í Evrópu (Sá hinn sami og var í Hjarta Hafnarfjarðar í sumar) Þar verður úrval af ísköldum úr dælu ásamt hefðbundnum réttaballa-drykkjum. Við opnum snemma og hættum seint. “ segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu Fáki.
Húsið opnar kl 21:00 og ballinu lýkur kl 03:00
Aldurstakmark er 20 ár og ekki er heimilt að taka með sér drykki inn á svæðið!
Miðasala á www.tix.is