Landsmót 2024 Risastór úrtöku helgi framundan

  • 5. júní 2024
  • Fréttir
Átján hestamannafélög eru með úrtökur um helgina en þær fyrstu hófust í dag.

Næstu daga verða haldnar úrtökur fyrir hestamannafélögin Hörð, Adam, Mána, Brimfaxa, Sleipni, Ljúf, Háfeta, Geysi, Kóp, Sindra, Jökul, Glæsi, Borgfirðing, Snæfelling, Dreyra, Þyt, Neista og Snarfara.

Flest félög eru farin að bjóða upp á tvær umferðir og í dag var fyrri umferð hjá Herði og Adam sem halda úrtökur sínar saman í Mosfellsbæ á félagssvæði Harðar og hjá hestamannafélögunum Mána og Brimfaxa sem halda úrtöku sína á Mánagrund í Keflavík.

Efstur eftir fyrri umferð í A flokki er Glúmur frá Dallandi með 8,64 í einkun en knapi á Glúm var Elín Magnea Björnsdóttir. Efstur í B flokknum var Sólon frá Ljósalandi í Kjós með 8,57 í einkunn en knapi á honum var Hlynur Guðmundsson.

Útherji frá Blesastöðum 1A var efstur í B flokknum á Mánagrund með 8,71 í einkunn en knapi á honum var Jóhanna Margrét Snorradóttir og efstur í A flokknum var Prins frá Vöðlum með 8,52 í einkunn en Jóhanna Margrét var einnig knapi á honum.

Frekari niðurstöður eru á HorseDay smáforritinu en það verður spennandi að sjá hverjir næla sér í miða á Landsmót á næstu dögum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar