RML býður upp á mælingar á hrossum
Pétur Halldórsson ritar grein á vef RML þar sem umfjöllunarefnið er ný þjónusta RML við hrosseigendur, mælingar á hrossum.
Þar segir m.a. Öll venjubundin mál sem notuð eru við hrossadóma eru tekin eða alls 11 skrokkmál auk mælinga á hófalengd og holdastigunar. Niðurstöðurnar eru vistaðar í upprunaættbókinni WorldFeng og þar aðgengilegar og sýnilegar öllum notendum. Mælingar hafa sýnt sig að hafa ótvírætt gildi, þær eru leiðbeinandi við sköpulagsdóma og sýnt hefur verið fram á tengsl margra þeirra við hæfileika og aðaleinkunn í kynbótadómi.
Þjónustan hentar vel:
- Fyrir seljendur hrossa – sem hluti söluupplýsinga og staðlaðrar lýsingar.
- Fyrir eigendur keppnishrossa sem þurfa opinbera staðfestingu á hæð á herðar (M1) vegna þátttöku í keppni, í samhengi við reglur um leyfða hófalengd.
- Fyrir eigendur hrossa sem einfaldlega vilja afla og skrá gögn um sín hross í WorldFeng, utan kynbótasýninga.
Lesa má greinina inn á vef RML með því að smella hér.