Röðun hrossa á Gaddstaðaflötum 5. til 9. júní

Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 5. júní kl. 8:00 á Gaddstaðaflötum en þetta er fyrsta sýning ársins hér á landi. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna og lýkur sýningunni með yfirlitssýningu föstudaginn 9. júní. Dómarar eru Þorvaldur Kristjánsson, Elisabeth Trost og Óðinn Örn Jóhannsson.
„Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best,“ segir í tilkynningu frá RML.
Sjá nánar:
Röð eftir dögum
Röð eftir knöpum
www.rml.is