Kynbótasýningar Röðun hrossa í Víðidal 3.-7. júní

  • 31. maí 2024
  • Fréttir

Röðun hrossa á kynbótasýninguna í Víðidal hefur verið birt á síðu RML. Alls eru 120 hross skráð. Dæmt verður frá kl. 8:00 til 19:30. Við biðjum sýnendur og eigendur um að mæta tímanlega. Mælingar hefjast kl. 7:50 og þá þurfa hross að vera mætt og tilbúin í mælingu, þannig að dómstörf geti hafist kl. 8:00. Sama á við um hollið eftir hádegið, dómar hefjast kl. 12:30 og þá þurfa hross að vera mætt í mælingu kl. 12:20 og eftir kaffihlé hefjast mælingar kl. 15:50.

Mætið endilega tímanlega kæru sýnendur því það kemur sér vel fyrir alla aðila. Ef hross eru að detta út með skömmum fyrirvara er gott að sýningastjóri sé látinn vita, mögulega er þá hægt að færa til hross úr öðrum hollum svo ekki myndist eyður.

Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 7. júní.

Röðun hrossa á kynbótasýningum

 

 

www.rml.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar