Rökkvi frá Hvolsvelli og Hrafnkatla frá Hemlu folöld sýningarinnar

  • 26. mars 2024
  • Fréttir

Verðlaun fyrir efstu þrjú merfolöldin

Folaldasýning Geysis fór fram sunnudaginn 24 mars.

Frábær þátttaka var í sýningunni en 32 folöld voru skráð til leiks. Eitt af markmiðum Hestamannafélagsins Geysis að rækta reiðhrossastofna héraðsins til meiri fegurðar og kosta. Þar hafa félagar staðið sig gríðarlega vel síðustu ár og ljóst er að framtíðin er verulega björt.

Efstu þrjú hestfolöldin:

  1. Rökkvi frá Hvolsvelli

F: Spaði frá Stuðlum

M: Frigg frá Hvolsvelli

  1. Örn frá Baldurshaga

F: Ellert frá Baldurshaga

M: Halastjarna frá Baldurshaga

  1. Greipur frá Árbæ

F: Glampi frá Skeiðháholti

M: Gleði frá Árbæ

Verðlaunahafar þriggja efstu hestfolalda

Efstu þrjú merfolöldin:

  1. Hrafnkatla frá Hemlu

F: Forkur frá Breiðabólsstað

M: Hrafndís frá Hemlu II

  1. Aradís frá Miðkoti

F: Fáfnir frá Miðkoti

M: Atorka frá Miðkoti

  1. Eldrún frá Miðkoti

F: Fáfnir frá Miðkoti

M: Enja frá Miðkoti

 

Glæsilegir vinningar voru veittir fyrir efstu 3 folöldin í hverjum flokki ásamt farandgripum fyrir efsta sætið í hvorum flokki.

Reglulega hafa folaldasýningar á vegum deilda Geysis farið fram en þetta var í fyrsta skipti sem félagið sjálft stóð fyrir folaldasýningu. Leitað var til þeirra félaga sem síðast hafa átt efsta Heiðursverðlaunahest og efstu Heiðursverðlaunahryssuna.

Síðasti Heiðursverðlaunahestur ræktaður af Geysisfélaga er Sjóður frá Kirkjubæ en hann hlaut Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2022. Voru það ræktendur Sjóðs, Blesi ehf / Kirkjubæ, sem gáfu þennan bikar og kallast hann því Sjóðsbikarinn.

Síðasta heiðursverðlaunahryssa ræktuð af Geysisfélaga er Elísa frá Feti sem er í eigu Takthesta á Rauðalæk, fékk því bikarinn nafnið Elísubikarinn. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir.

Folald sýningarinnar var kosið af áhorfendum og gaf Siggi Valur teiknari glæsilega mynd. Það fór svo að folald sýningarinnar var Litli- Rökkvi frá Litlalandi í Ásahreppi og eigandi hennar er Eva Hrönn Ásmundsdóttir.

Skemmtinefnd Geysis þakkar öllum sem tóku þátt og komu og áttu góðan skemmtilegan dag í Skeiðvangi á Hvolsvelli.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar