Rúmar 9 milljónir úr afrekssjóði til LH

  • 6. febrúar 2024
  • Fréttir

Landslið Ísland náði góðum árangri á HM í Hollandi á síðasta ári

Í gær birtist frétt á vef Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) þar sem sagt er frá því að rúmlega 512 m.kr. hafi verið úthlutaðar úr afrekssjóði.

Þar af er framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024, 392 m.kr. en auk framlags frá ríkinu er sjóðurinn einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá.

Alls bárust umsóknir frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna.

Landssamband Hestamannafélaga er í þeim hópi og hlaut alls 9.338.00 krónur.

Nánar má lesa um úthlutnina með því að smella hér.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar