Rúmenía sækir um aðild
Á þinginu eru teknar hinar ýmsu ákvarðanir er tengjast íslandshestamennskunni.
Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar á þinginu er aðildarumsókn hollvina íslenska hestsins í Rúmeníu (e. Association of the friends of Icelandic horses from Romania). Samtökin telja 53 félaga og samkvæmt Worldfeng eru 34 íslensk hross staðsett í Rúmeníu.
Öll nauðsynleg gögn um aðild liggja fyrir og mælir stjórn FEIF með því að fulltrúaþingið samþykkji umsóknina.