Svíþjóð Sænska landsliði klárt fyrir HM

  • 5. júlí 2025
  • Fréttir

Máni Hilmarsson og Gljátoppur frá Miðhrauni eru heimsmeistarar í slaktaumatölti Mynd: Bert Collet

Búið er að velja í sænska landsliðið en það var tilkynnt í gær.

Eftir ítarlega umhugsun hefur stjórn landsliðsnefndar sænska Íslandshesta-sambandsins (SIF) valið þá knapa og hesta sem munu keppa fyrir hönd Svíþjóðar á komandi Heimsmeistaramóti í Birmenstorf, Sviss.

„Landsliðið í ár samanstendur bæði af reyndum keppendum með mikla keppnisreynslu og spennandi nýliðum – allir einbeittir því að ná verðlaunasæti. Með færni sinni, eldmóði og liðsheild eru þau tilbúin að gera Svíþjóð stolta. Við erum með sterkt lið og eigum góða möguleika að taka heim einhver verðlaun,“ sagði Sissel Holmén landsliðsþjálfari Svía þegar liðið var tilkynnt.

Landsliðshópur Svía er eftirfarandi:

Fullorðnir

  • Caspar Logan Hegardt, Oddi från Skeppargården – Heimsmeistari 2023
  • Máni Hilmarsson, Gljatoppur frá Midhrauni – Heimsmeistari 2023
  • Filippa Helltén, Ódinn from Inchree
  • Daníel Ingi Smárason, Hrafn frá Hestasýn
  • Gudmundur Einarsson, Draumur från Tängmark
  • Jamila Berg Dibi, Toppur frá Audsholtshjáleigu
  • James Faulkner, Hálfmáni frá Steinsholti
  • Wictoria Gren, Kjarval fra Sotofte
  • Beatrice Von Bodungen, Hördur frá Varmadal

Ungmenni

  • Alicia Palm, Ljúfa från Ekeholm – Heimsmeistari 2023
  • Tekla Petersson, Vatnadis från Noastallet
  • Tova Ivarsson, Tinna från Raudhetta gård
  • Molly Eriksson, Blikka frá Thóroddsstödum
  • Hanna Holmström, Leistur från Toftinge
  • Lilly Björsell, Börkur fra Kleiva

Til vara – Fullorðnir

  • Johanna Asplund, Bodi från Åleby
  • Jenny Göransson, Ágústínus frá Jadri
  • Clara Ingmyr, Fródi från Nybygget

Til vara – Ungmenni

  • Alma Ýr Jökulsdóttir Kellin, Amadeus från Allemansängen
  • Mira Hallerby, Ársól från Stensäter
  • Paloma Eklund Andersson, Tangó från Zimsen

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar