Safír frá Mosfellsbæ seldur
 
									  
																	Enn fjölgar þeim, afburða stóðhestunum sem skipta um eigendur því gæðingurinn Safír frá Mosfellsbæ hefur nú verið seldur. Safír er átta vetra gamall, sonur Hrings frá Fossi og Perlu frá Mosfellsbæ. Ræktandi hans er Marteinn Magnússon og var hann jafnframt eigandi hestsins fram til þessa ásamt Helgu Claessen en Sigurður Vignir Matthíasson hefur verið með Safír í sinni umsjá síðustu misseri.
Safír skaust upp á stjörnuhimininn vorið 2019 þegar hann hlaut sinn hæsta kynbótadóm, aðaleinkunn upp á heila 8,51 og var hann þó sýndur sem klárhestur. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,42 og fyrir hæfileika 8,58 þar sem hæst bar einkunnirnar 9,5 fyrir fegurð í reið og fet og hvorki meira né minna en 10 fyrir brokk. Safír hefur vakið gríðarlega athygli hvar sem hann hefur komið fram fyrir einstaklega glæsilega framgöngu og létt spor, nú síðast kom hann fyrir augu áhorfenda á Ræktunardegi Eiðfaxa í maí sl.
Nýr eigandi Safírs er Stable Strijhofka í Hollandi. Íslenskir hrossaræktendur geta þó tekið gleði sína, um sinn að minnsta kosti, því gefið hefur verið út að hesturinn verði áfram á Íslandi næstu tvö árin og hafa þeir félagar, Sigurður Vignir og Safír, sett stefnuna á Landsmót á Hellu næsta sumar.
Eiðfaxi óskar nýjum eigendum til hamingju með þennan glæsilega gæðing.


 
 
																							 
                 
             
                 
             Minningarorð um Ragnar Tómasson
                            	
                                                Minningarorð um Ragnar Tómasson                     
                 
             
                 
             
                 
             
                 
             
										 
                        
                 Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
                                        	
                                                                     
                                Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin                             
                        
                