Sagan á bak við lagið „Höldum áfram“ með Fríðu Hansen

  • 29. júlí 2021
  • Fréttir

Tónlist og hestamennska fer vel saman og hefur gert um aldir og í hópi hestamanna leynast margir góðir tónlistarmenn. Fríða Hansen á Leirubakka er ekki undanskilin því en hún er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og auk þess hörku tónlistarkona.

Hún sendi frá sér sumarsmell á dögunum en blaðamaður Eiðfaxa heyrði í henni og spurði hver væri sagan að baki lagsins sem heytir Höldum áfram.

„Lagið fæddist í stuttu haustfríi fyrir nokkrum árum þegar við Orri, kærastinn minn, vorum nýbyrjuð saman. Lagið var lengi í vinnslu en fannst tímabært að það kæmi út þegar það sæist loks til sólar eftir langa Covid baráttu. Ég vonaði þá eins og allir hinir að það myndi heyra sögunni til en ekki taka sig upp aftur! Lagið er hresst sumarlag sem á að fá fólk til að gleðjast yfir lífinu sama þó á móti blási. Það styttir alltaf upp.“

Lagið er unnið í samstarfi við Írafár drenginn Vigni Snæ Vigfússon sem spilaði einnig á gítar og bassa. Á trommur spilaði Kristófer Nökkvi Sigurðsson og á píanó og orgel Helgi Reynir Jónsson. Sigurdór Guðmundsson masteraði lagið.

Í myndbandinu koma hestar heilmikið við sögu en það má horfa á hér fyrir neðan.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar