Hestamannafélagið Sleipnir Sameiginlegt Hestaþing Kóps og Sindra

  • 1. júlí 2025
  • Fréttir
Skráning er hafin á sameiginlegt hestaþings Kóps og Sindra

Sameiginlegt Hestaþing Hestamannafélaganna Kóps og Sindra verður haldið laugardaginn 12.júlí á Sindravelli við Pétursey. Skráning er opin frá 1.júlí og stendur til kl 23.59 þriðjudaginn 8.júlí.

Mótið er opið og verður keppt í eftirfarandi flokkum. Polla-, barna-, unglinga-,ungmennaflokki-, A og B flokki gæðinga. Stjörnublikkstöltið T3, Skálakotstöltið T7 og 100 m flugskeiði.

Stjörnublikk gefur vegleg verðlaun í T3 og Skálakot gefur folatoll undir Kór frá Skálakoti í T7

Skráningargjöld í ungmennaflokk, A-flokk, B- og C flokki er kr. 5000.-
Í barna og unglinga 2000,-
Í tölti T3 og T7 er skráningargjaldið 6000.-

Þeir sem skrá sig eftir að skráningu líkur þriðjudaginn 8.júlí þurfa að borga 2000.- meira fyrir hverja skráningu Engin skráningargjöld eru í pollaflokk og 100 m skeiði. Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist og staðfesting á henni á tölvupóstfangið hmf.kopur@gmail.com . Skráning er á www.sportfengur.com. Afskráningar berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com

Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Kristínu Lár í síma 8980825

Dagskrá og ráslistar verða birtir á Horsedayappinu eftir að skráningu lýkur.

Viljum benda knöpum á eftirfarandi reglur sem voru samþykktar á síðasta LH þingi

A7.3.2 Keppnisréttur

a. Fimm vetra gamall hestur má einungis hefja keppni einu sinni á dag. ( ef hesturinn fær einkunn inní úrslit má hann ekki ríða úrslitin)

b. Sex vetra hestur má hefja keppni tvisvar á einum degi. (td.forkeppni og úrslit)

c. Sjö vetra og eldri hestur má hefja keppni þrisvar sinnum á dag. ( ef hestinum er riðið inn í úrslit í tölti og B-flokk má ekki ríða honum bæði úrslitin)

d. Sérhver forkeppni eða úrslit teljast vera „hafin keppni“.

e. Í gæðingaskeiði, 100m skeiði og skeiðkappreiðum (250m og 150m) teljast 2 sprettir vera ein hafin keppni. Einn sprettur í 100m skeiði og skeiðkappreiðum (250m og 150m) telst einnig vera ein hafin keppni.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar