Skeið – Sautján hross hlutu einkunnina 9,5

  • 10. september 2020
  • Fréttir

Fold frá Flagbjarnarholti er eitt af þeim hrossum sem hlaut 9,5 fyrir skeið með einkunnarorðunum ferðmikið - Skrefmikið - Öruggt - Sniðgott Mynd: Louisa Hackl

Nú þegar kynbótasýningum er lokið á árinu, er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er skeið.

Til þess að fá glögga mynd af því eftir hverju er verið að leita þegar eiginleikinn er metin er gripið niður í stigunarkvarða einstaklingadóma og lýsing á einkunninni 9,5-10 í þeim eiginleikum sem teknir eru fyrir hverju sinni.

Alls hlutu 17 hross einkunnina 9,5 fyrir skeið í ár en ekkert hross hlaut 10,0.

Skeið

Skeið skal sýnt á þeim mesta hraða þar sem hesturinn ræður við að ganga í jafnvægi heila ferð. Full sprettlengd er 150 metrar (75 metrar hjá fjögurra vetra hrossum). Auðveld niðurtaka á skeið af stökki á greiðri ferð, létt taumsamband á sprettinum sem og mjúkleg niðurhæging í jafnvægi eru verkefni sem geta vegið til hækkunar á einkunnum enda sýna þau fram á jafnvægi hestsins og öryggi á sprettinum. Að sama skapi skal einkunn lækka um 0,5 hið minnsta séu miklir erfiðleikar í upphafi spretts, hesturinn þarf mikla hjálp frá knapa til að halda jafnvægi á sprettinum eða ef hesturinn styttir sig í niðurhægingu.

Skeiðið telst takthreint ef svif er greinilegt og einungis er um lítilsháttar frávik frá niðurkomu hliðstæðra fóta að ræða.

9,5 – 10

Taktgott, skrefmikið og öruggt skeið með afar fallegu fótataki, skeiðferðin frábær. Skeiðið býr yfir miklu jafnvægi, svifi og léttleika og hesturinn beitir sér rétt. Yfirlínan er löng og sterk og það er burður í baki; hesturinn lengir yfirlínuna, teygir hálsinn fram og opnar kverk. (Viðmið: Hesturinn fer 100m á minna en 8 sek).

 

Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir skeið

 

Nafn Uppruni Einkunn
Tildra Kjarri 9,5
Skinfaxi Lysholm 9,5
Rauðskeggur Kjarnholtum 1 9,5
Næla Lækjarbrekku 2 9,5
Fold Flagbjarnarholti 9,5
Laxnes Ekru 9,5
Þór Torfunesi 9,5
Álfaklettur Syðri-Gegnishólum 9,5
Stolt Laugavöllum 9,5
Evíta Litlu-Brekku 9,5
Ernir Efri-Hrepp 9,5
Goði Bjarnarstöðum 9,5
Tangó Litla-Garði 9,5
Líf Lerkiholti 9,5
Písl Höfðabakka 9,5
Álfamær Prestabæ 9,5
Medúsa Nybygget 9,5

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar