Næst síðustu kynbótasýningu ársins lokið

  • 14. september 2020
  • Fréttir

Hnokki fra Toosholm stóð efstur

Síðustu kynbótasýningu ársins lauk í Isernhagen í Þýskalandi síðastliðinn miðvikudag. Alls mættu 45 hross til dóms, og hlutu þar af 44  fullnaðardóm.

Efstur á sýningunni stóð hinn litfagri Hnokki fra Toosholm, 11 vetra gamall sonur Álfasteins frá Selfossi og Dimmu frá Litlu-Sandvík, hann hlaut fyrir sköpulag 8.24 og fyrir kosti 8.32 og í aðaleinkunn 8.29 Ræktendur eru Chatrine Brusgaard, Flemming Yde Larsen / Stutteri Toosholm, en Eigandi er Sophia Labek. Sýnandi var Þórður Þorgeirsson.

Efsta hryssa sýningar var Dagmar frá Auðsholtshjáleigu sjö vetra gömul, faðir hennar er Krókur frá YtraDalsgerði og móðir er Dalvör frá Auðsholtshjáleigu. Dagmar hlaut fyrir sköpulag 8.62 og fyrir kosti 8.10  í aðaleinkunn hlaut hún 8.28  Ræktendur eru Gunnar Arnarsson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir en eigandi er Flemming Fast. Sýnandi var Agnar Snorri Stefánsson.

 

Helstu niðurstöður sýningarinnar:

Hross á þessu móti Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Hæfileikar án skeiðs Aðaleinkunn án skeiðs Sýnandi
DK2009100901 Hnokki fra Toosholm 8.24 8.32 8.29 8.28 8.27 Þórður Þorgeirsson
IS2013287054 Dagmar frá Auðsholtshjáleigu 8.62 8.1 8.28 8.3 8.41 Agnar Snorri Stefánsson
DK2015100020 Hárekur fra Eyfjörd 8.61 8.02 8.23 8.12 8.29 Agnar Snorri Stefánsson
DK2014100309 Viggó fra Diisa 8.24 8.09 8.14 8.47 8.39 Sigurður Óli Kristinsson
DE2013234268 Smáralind vom Hegebusch 8.22 8.02 8.09 8.56 8.44 Jolly Schrenk
IS2011225491 Völ frá Vatnsenda 7.94 8.11 8.05 8.22 8.12 Þórður Þorgeirsson
IS2014201900 Víóla frá Örk 7.78 8.18 8.04 8.21 8.06 Þórður Þorgeirsson
IS2014187042 Lukku-Blesi frá Hvammi 8.02 8.02 8.02 8.12 8.08 Anna Sigríður Valdimarsdóttir
DE2013134240 Álfaglans von Birkenlund 8.02 8 8.01 8 8.01 Jana Köthe
DK2013200143 Von fra Tölthestar 8.12 7.94 8 7.84 7.94 Sigurður Óli Kristinsson
IS2012258504 Framtíð frá Vatnsleysu 8.11 7.94 8 8.47 8.34 Søren Madsen

www.worldfengur.com

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar