Síðustu skeiðleikar Eques, Líflands og Skeiðfélagsins í næstu viku
Skráning fer fram á Sportfeng og velja þarf hestamannafélagið Geysir sem mótshaldara, skráningu lýkur sunnudaginn 20.ágúst.
Styrktaraðilar Skeiðleikanna – Eques og Lífland – styrkir um verðlaunagripi auk þess að stigahæsti knapi ársins hlýtur 100.000 króna úttekt í verslun Líflands. Þá fær stigahæsti knapi ársins einnig til varðveislu í eitt ár farandgripinn Öderinn sem Gunnar og Kristbjörg Eyvindsdóttir gáfu til minningar um Einar Öder Magnússon.
Staðan í heildarstigakeppninni fyrir loka mótið
1.sæti Konráð Valur Sveinsson 76 stig
2.sæti Þórarinn Ragnarsson 44 stig
3.sæti Teitur Árnason 31.5 stig
4.sæti Sigurður Sigurðarson 28 stig
5.sæti Jóhann Kristinn Ragnarsson 27 stig
6.sæti Kristófer Darri Sigurðsson 24 stig
7.sæti Ingibergur Árnason 20 stig
8.sæti Jakob Svavar Sigurðsson 19 stig
9.sæti Ylfa Guðrún Svafarsdóttir 19 stig
10.sæti Sigursteinn Sumarliðason 19 stig