Norðurlandamót Siggi Óli Norðurlandameistari í gæðingaskeiði

  • 8. ágúst 2024
  • Fréttir
Keppni í gæðingaskeiði lokið á Norðurlandamótinu

Síðasta grein dagsins í dag á Norðurlandamótinu var gæðingaskeið. 33 tóku þátt og áttu íslendingar fimm fulltrúa, þrjá í ungmennaflokki og tvo í fullorðinsflokki.

Sigurður Óli Kristinsson og Fjalladís frá Fornusöndum unnu gæðingaskeiðið með 8,67 í einkunn en þau keppa fyrir Danmörku. Annar varð Guðmundur Einarsson á Draum från Tängmark með 7,92 í einkunn og þriðja Wictoria Gren á Kjarval fra Søtofte með 7,67 í einkunn en þau keppa bæði fyrir Svíþjóð.

Sigurður V. Matthíasson varð fjórði á Júlíu från Agersta með 7,04 í einkunn. Í ungmennaflokki endaði Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Hetju frá Árbæ í þriðja sæti með 6,25 í einkunn. Embla Lind Ragnarsdóttir endaði í 9. sæti og Matthías Sigurðsson hætti keppni eftir að hesturinn lá ekki hjá honum fyrsta sprett en Viðar Ingólfsson gerði það sama.

Fullorðinsflokkur
Sæti Knapi Hestur Einkunn
1 Sigurður Óli Kristinsson Fjalladís frá Fornusöndum 8,67
Sprettur 1 8,42 : 8,5 – OK – 6,5 – 7,5 – 8,1 – 8,5
Sprettur 2 8,92 : 9,0 – 9,0 – 8,0 – 8,0 – 7,5

2 Gudmundur Einarsson Draumur från Tängmark 7,92
Sprettur 1 7,92 : 8,0 – 8,0 – 7,0 – 8,2 – 5,5
Sprettur 2 7,92 : 7,5 – 7,5 – 8,0 – 8,3 – 6,0

3 Wictoria Gren Kjarval fra Søtofte 7,67
Sprettur 1 7,50 : 7,5 – 7,5 – 7,0 – 8,6 – 6,0
Sprettur 2 7,83 : 7,0 – 7,5 – 8,0 – 8,3 – 6,0

4 Sigurður Vignir Matthíasson Júlía från Agersta 7,04
5 Nils-Christian Larsen Gustur vom Kronshof 6,75
6 Mona Fjeld Hnjúkur frá Minni-Reykjum 6,08
7 Desirée Alameri Nikulás fra Guldbæk 6,04
8 Anne Frank Andresen Vökull frá Leirubakka 5,71
9 Laura Nyström Gilda fra Stenkullagård 5,58
10 Berglind Gudmundsdottir Sær frá Ysta-Gerði 5,33
11 Steffi Svendsen Saga fra Teland 4,75
12 Lene Thorud Laxnes frá Lambanesi 2,71
13 Daniel Ingi Smarason Hrafn frá Hestasýn 1,00
14 Frederikke Bøgeblad larsen Kraftur fra Yggdrasil 0,79
15 Bjarne Fossan Valíant fra Fossan 0,00
15 Viðar Ingólfsson Týr från Svala Gård 0,00

Ungmennaflokkur
Sæti Knapi Hestur Einkunn
1 Freja Løvgreen Fjölvi fra Hedegaard 7,00
2 Tekla Petersson Vatnadís från Noastallet 6,71
3 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Hetja frá Árbæ 6,25
4 Lill Kirsten Gilja Loki fra Tyse 5,71
5 Veera Niemi Hekla fra Víðarbrekku 5,50
6 Amelie Segerström Kopar frá Sunnuhvoli 3,83
6 Tova Ivarsson Tinna från Raudhetta gård 3,83
8 Mathilde Hudlebusch Vestergaard Hroki frá Margrétarhofi 3,75
9 Embla Lind Ragnarsdóttir Sæla från Vedbyboställe 3,54
10 Emma Skårbø Hlýri fra Elvahøj 3,21
11 Gerda-Eerika Viinanen Svala frá Minni-Borg 3,00
12 Herman Gundersen Vésteinn frá Bakkakoti 2,96
13 Julie Thorsbye Andersen Garpur frá Kjarri 1,79
14 Rebecca Hesselbjerg Taulborg Tindra fra Kirstineholm 0,00
14 Matthías Sigurdsson Páfi frá Kjarri 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar