Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Siggi Sig oftast staðið efstur á palli í fjórgangi

  • 9. janúar 2025
  • Fréttir

Sigurður Sigurðarson hefur fjórum sinnum unnið keppni í fjórgangi í Meistaradeildinni, oftast allra knapa. Hér á myndinni eru ásamt honum t.v. Jakob Svavar Sigurðsson og t.h. Svanhvít Kristjánsdóttir. Ljósmynd: Jens Einarsson

Tvær vikur í að keppni hefjist í Meistaradeild Líflands

Í dag er hálfur mánuður í að keppni í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefjist í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.

Meistaradeildin verður sýnd beint á streymisveitu Eiðfaxa, EiðfaxaTV. Nú á allra næstu dögum verður nánar kynnt hvernig fólk nálgast þá streymisveitu og verður sér úti um áskrift.

Fjórgangur hefur síðastliðin ár verið fyrsta keppnisgrein deildarinnar og á því er ekki breyting í ár. Í fyrra var það Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti sem stóð uppi sem sigurvegari með einkunnina 7,80, var það þriðji sigur sigur Jakobs í fjórgangi í Meistaradeildinni.

Sá knapi sem hefur oftast unnið þessa grein er Sigurður Sigurðarson alls fjórum sinum. Fyrst á Yl frá Akranesi, síðan á Suðra frá Holtsmúla, þá Loka frá Selfossi og árið 2022 á Leik frá Vesturkoti. Hinrik Bragason var fyrstur til að vinna keppni í fjórgangi í Meistaradeildinni á Roða frá Akureyri.

Það verður spennandi að sjá hvort við fáum nýjan sigurvegara í fjórgangi þegar keppni hefst eftir tvær vikur eða hvort einhver af fyrri sigurvegurum mun endurtaka leikinn.

Sigurvegarar í fjórgangi frá upphafi Meistaradeildarinnar

Ár Knapi Hestur Einkunn
2024 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 7,80
2023 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 8,20
2022 Sigurður Sigurðarson Leikur frá Vesturkoti 7,57
2021 Ragnhildur Haraldsdóttir Vákur frá Vatnsenda 7,53
2020 Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti 7,63
2019 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi 7,77
2018 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey 7,70
2017 Elín Holst Frami frá Ketilsstöðum 8,07
2016 Hulda Gústafsdóttir Askur frá Laugamýri 7,90
2015 Ólafur Brynjar Ásgeirsson Hugleikur frá Galtanesi 7,80
2014 Ólafur Brynjar Ásgeirsson Hugleikur frá Galtanesi 8,27
2013 Eyjólfur Þorsteinsson Hlekkur frá Þingnesi 8,27
2012 Artemisia Bertus Óskar frá Blesastöðum 1A 7,70
2011 Sigurður Sigurðarson Loki frá Selfossi 7,65
2010 Lena Zielenski Gola frá Þjórsárbakka 7,47
2009 Sigurður Sigurðarson Suðri frá Holtsmúla 7,80
2008 Sigurður Sigurðarson Ylur frá Akranesi *
2007 Atli Guðmundsson Dynjandi frá Dalvík 7,23
2006 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Ör frá Prestsbakka *
2002 Berglind Ragnarsdóttir Bassi frá Möðruvöllum 7,25
2001 Hinrik Bragason Roði frá Akureyri *
  • Ekki fundust upplýsingar um einkunn

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar