Siggi Sig oftast staðið efstur á palli í fjórgangi
Í dag er hálfur mánuður í að keppni í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefjist í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli.
Meistaradeildin verður sýnd beint á streymisveitu Eiðfaxa, EiðfaxaTV. Nú á allra næstu dögum verður nánar kynnt hvernig fólk nálgast þá streymisveitu og verður sér úti um áskrift.
Fjórgangur hefur síðastliðin ár verið fyrsta keppnisgrein deildarinnar og á því er ekki breyting í ár. Í fyrra var það Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti sem stóð uppi sem sigurvegari með einkunnina 7,80, var það þriðji sigur sigur Jakobs í fjórgangi í Meistaradeildinni.
Sá knapi sem hefur oftast unnið þessa grein er Sigurður Sigurðarson alls fjórum sinum. Fyrst á Yl frá Akranesi, síðan á Suðra frá Holtsmúla, þá Loka frá Selfossi og árið 2022 á Leik frá Vesturkoti. Hinrik Bragason var fyrstur til að vinna keppni í fjórgangi í Meistaradeildinni á Roða frá Akureyri.
Það verður spennandi að sjá hvort við fáum nýjan sigurvegara í fjórgangi þegar keppni hefst eftir tvær vikur eða hvort einhver af fyrri sigurvegurum mun endurtaka leikinn.
Sigurvegarar í fjórgangi frá upphafi Meistaradeildarinnar
Ár | Knapi | Hestur | Einkunn |
2024 | Jakob Svavar Sigurðsson | Skarpur frá Kýrholti | 7,80 |
2023 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Flóvent frá Breiðstöðum | 8,20 |
2022 | Sigurður Sigurðarson | Leikur frá Vesturkoti | 7,57 |
2021 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Vákur frá Vatnsenda | 7,53 |
2020 | Jakob Svavar Sigurðsson | Hálfmáni frá Steinsholti | 7,63 |
2019 | Árni Björn Pálsson | Flaumur frá Sólvangi | 7,77 |
2018 | Jakob Svavar Sigurðsson | Júlía frá Hamarsey | 7,70 |
2017 | Elín Holst | Frami frá Ketilsstöðum | 8,07 |
2016 | Hulda Gústafsdóttir | Askur frá Laugamýri | 7,90 |
2015 | Ólafur Brynjar Ásgeirsson | Hugleikur frá Galtanesi | 7,80 |
2014 | Ólafur Brynjar Ásgeirsson | Hugleikur frá Galtanesi | 8,27 |
2013 | Eyjólfur Þorsteinsson | Hlekkur frá Þingnesi | 8,27 |
2012 | Artemisia Bertus | Óskar frá Blesastöðum 1A | 7,70 |
2011 | Sigurður Sigurðarson | Loki frá Selfossi | 7,65 |
2010 | Lena Zielenski | Gola frá Þjórsárbakka | 7,47 |
2009 | Sigurður Sigurðarson | Suðri frá Holtsmúla | 7,80 |
2008 | Sigurður Sigurðarson | Ylur frá Akranesi | * |
2007 | Atli Guðmundsson | Dynjandi frá Dalvík | 7,23 |
2006 | Þorvaldur Árni Þorvaldsson | Ör frá Prestsbakka | * |
2002 | Berglind Ragnarsdóttir | Bassi frá Möðruvöllum | 7,25 |
2001 | Hinrik Bragason | Roði frá Akureyri | * |
-
Ekki fundust upplýsingar um einkunn