Hestamannafélagið Sprettur Siggi Sig vann þrjár greinar á Metamóti

  • 9. september 2024
  • Fréttir

Rauðskeggur frá Kjarnholtum og Sigurður Sigurðarson Ljósmynd: Anna Guðmundsdóttir

Úrslit frá síðasta móti ársins

Metamótið hefur um langt árabil markað lok keppnistímabilsins á Íslandi. Það fór fram um helgina og er þar keppt í gæðingakeppni á beinni braut, skeiðgreinum og tölt (T3).

Hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit frá mótinu, en öll úrslit eru aðgengileg í snjallforritinu HorseDay.

250 metra skeið

í 250 metra skeiði var það Árni Björn Pálsson á Ögra frá Horni sem náði bestum tíma og stóð uppi sem sigurvegari en þeir fóru á 22,48 sekúndum.

Sæti Knapi Hross Tími
1 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 22,48
2 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 22,57
3 Þorgeir Ólafsson Hátíð frá Sumarliðabæ 2 22,70
4 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 22,71
5 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 23,27
6 Ævar Örn Guðjónsson Vigdís frá Eystri-Hól 23,28
7 Birgitta Bjarnadóttir Rangá frá Torfunesi 23,54
8 Sigursteinn Sumarliðason Drottning frá Þóroddsstöðum 23,64
9 Bjarni Jónasson Eðalsteinn frá Litlu-Brekku 23,92
10 Ævar Örn Guðjónsson Gnúpur frá Dallandi 24,07
11 Hrefna María Ómarsdóttir Alda frá Borgarnesi 24,71
12-13 Sigurbjörn Bárðarson Dimma frá Skíðbakka I 0,00
12-13 Þorgeir Ólafsson Grunur frá Lækjarbrekku 2 0,00

150 metra skeið

Sigurvegari í 150 metra skeiði varð Sigurbjörn Bárðarson á Vökli frá Tunguhálsi II á tímanum 14,37 sekúndum.

Sæti Knapi Hross Tími
1 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II 14,37
2 Árni Björn Pálsson Þokki frá Varmalandi 14,57
3 Ævar Örn Guðjónsson Viðja frá Efri-Brú 15,18
4 Kjartan Ólafsson Drómi frá Þjóðólfshaga 1 15,19
5 Sigurður Sigurðarson Hilmar frá Flekkudal 15,45
6 Guðmar Freyr Magnússon Embla frá Litlu-Brekku 15,67
7 Ævar Örn Guðjónsson Draumur frá Borgarhóli 15,75
8 Guðrún Lilja Rúnarsdóttir Kári frá Morastöðum 15,82
9 Sigurbjörn Bárðarson Gullborg frá Læk 15,95
10 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum 15,98
11 Þorgils Kári Sigurðsson Gjóska frá Kolsholti 3 16,71

100 metra skeið (Ljósaskeið)

Ljósaskeiðið hefur lengi notið vinsælda en það fer fram eftir sólsetur og því brautin lýst upp með sterkum kösturum sem gerir keppnina einstaka og áhorfendavæna. Bestum tíma náði Sigurður Sigurðarson á Trommu frá Skúfslæk 7,74 sekúndum.

Sæti Knapi Hross Tími
1 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 7,74
2 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 7,92
3 Jóhann Magnússon Píla frá Íbishóli 7,99
4 Erlendur Ari Óskarsson Örk frá Fornusöndum 8,08
5 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 8,09
6 Hrefna María Ómarsdóttir Alda frá Borgarnesi 8,10
7 Guðmar Freyr Magnússon Embla frá Litlu-Brekku 8,14
8 Friðrik Reynisson Skandall frá Hlíðarbergi 8,17
9 Davíð Matthíasson Bylgja frá Eylandi 8,26
10 Konráð Valur Sveinsson Flugsvinn frá Ytra-Dalsgerði 8,29
11 Benedikt Þór Kristjánsson Gloría frá Grænumýri 8,43
12 Birta Ingadóttir Dreki frá Meðalfelli 8,63
13 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum 8,70
14 Þorgils Kári Sigurðsson Flugdís frá Kolsholti 3 8,82
15 Kjartan Ólafsson Drómi frá Þjóðólfshaga 1 8,86
16 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Kjarkur frá Feti 8,89
17 Vigdís Matthíasdóttir Vaðalda frá Mykjunesi 2 9,09
18 Þorgils Kári Sigurðsson Nn frá Reykjavík 9,11
19 Kari Torkildsen Glanni glæpur frá Steinsholti II 9,83
20 Vigdís Matthíasdóttir Hrauna frá Eylandi 9,94

A-flokkur

Í A-flokki gæðinga í flokki atvinnu manna var það Rauðskeggur frá Kjarnholtum sem efstur stóð með 8,87 í einkunn, sýndur af Sigurður Sigurðarsyni. Í öðru sæti varð Kvistur frá Kommu sýndur af Sveini Ragnarssyni en þeir hafa einnig verið að ná frábærum árangri í 100 metra skeiði á yfirstöðnu keppnistímabili. Í þriðja sæti varð Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk og Hanna Rún Ingibergsdóttir en þau leiddu að lokinni forkeppni.

Í A-flokki gæðinga í flokki áhugamanna var það Hafdís frá Brjánsstöðum sem efst stóð með einkunnina 8,54 sýnd af Jóhanni G. Jóhannssyni.

A úrslit A-flokkur Atvinnumanna
Sæti Hross Knapi Einkunn
1 Rauðskeggur frá Kjarnholtum I Sigurður Sigurðarson 8,87
2 Kvistur frá Kommu Sveinn Ragnarsson 8,74
3 Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk Hanna Rún Ingibergsdóttir 8,74
4 Kraftur frá Svanavatni Hlynur Guðmundsson 8,67
5 Eind frá Grafarkoti Bjarni Jónasson 8,67
6 Vigur frá Kjóastöðum 3 Matthías Sigurðsson 8,59
7 Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1 Sigurður Sigurðarson 8,54
8 Kraftur frá Eystra-Fróðholti Hanna Rún Ingibergsdóttir 8,45
A úrslit A-flokkur Áhugamanna
Sæti Hross Knapi Einkunn
1 Hafdís frá Brjánsstöðum Jóhann G. Jóhannesson 8,54
2 Ylur frá Skipanesi Svandís Lilja Stefánsdóttir 8,42
3 Lás frá Jarðbrú 1 Rósa Valdimarsdóttir 8,38
4 Lea frá Skjólbrekku Viggó Sigursteinsson 7,94
5 Þór frá Minni-Völlum Sigurður Ævarsson 7,88
6 Styrmir frá Akranesi Einar Gunnarsson 7,77
7 Komma frá Akranesi Belinda Ottósdóttir 7,76
8 Faxi frá Hlemmiskeiði 2 Viggó Sigurðsson 6,95

B-flokkur

Tesla frá Ásgarði vestri og Jón Herkovic unnu keppni í B-flokki gæðinga nokkuð örugglega með 8,97 í einkunn en þau leiddu einnig að lokinni forkeppni. Í gæðingaflokki 2, áhugamanna, var það Amor frá Reykjavík sýndur af Berthu Maríu Waagfjörð sem fór með sigur af hólmi með einkunnina 8,68 en líka og Jón og Tesla leiddu þau líka keppni að lokinni forkeppni og héldu sínu sæti í úrslitum.

A úrslit  Atvinnumenn
Sæti Hross Knapi Einkunn
1 Tesla frá Ásgarði vestri Jón Herkovic 8,97
2 Auður frá Þjóðólfshaga 1 Sigurður Sigurðarson 8,80
3 Dís frá Ytra-Vallholti Bjarni Jónasson 8,77
4 Karítas frá Þjóðólfshaga 1 Sigurður Sigurðarson 8,75
5 Hákon frá Vatnsleysu Guðmar Freyr Magnússon 8,70
6 Gígjar frá Bakkakoti Róbert Bergmann 8,66
7 Logi frá Valstrýtu Flosi Ólafsson 8,65
8 Sólon frá Ljósalandi í Kjós Hlynur Guðmundsson 8,61
A úrslit Áhugamenn
Sæti Hross Knapi Einkunn
1 Amor frá Reykjavík Bertha María Waagfjörð 8,68
2 Vinur frá Sauðárkróki Hrafnhildur Jónsdóttir 8,58
3 Jaki frá Skipanesi Svandís Lilja Stefánsdóttir 8,50
4 Gróa frá Þjóðólfshaga 1 Friðrik Reynisson 8,47
5 Dökkvi frá Miðskeri Gunnar Ásgeirsson 8,34
6 Heiða frá Skúmsstöðum Eydís Ósk Sævarsdóttir 8,33
7 Jökull frá Þingbrekku Björgvin Þórisson 8,29
8 Tenór frá Litlu-Sandvík Lilja Dögg Ágústsdóttir 8,12

Tölt (T3)

Sigurður Sigurðarson vann töltkeppni á Metamótinu á Karítas frá Þjóðólfshaga með 7,44 í einkunn.

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Sigurður Sigurðarson Karítas frá Þjóðólfshaga 1 7,44
2 Guðmar Freyr Magnússon Hákon frá Vatnsleysu 7,33
3 Bertha María Waagfjörð Amor frá Reykjavík 7,17
4 Jóhann Kristinn Ragnarsson Kakali frá Pulu 6,83
5 Ragnhildur Haraldsdóttir Blær frá Selfossi 6,61
6 Lea Schell Húni frá Efra-Hvoli 6,50

Gæðingatölt

Í gæðingatölti var það Nökkvi fra Litlu-Sandvík sem stóð efstur, sýndur af Lilju Dögg Ágústsdóttur, með einkunnina 8,55.

A úrslit
Sæti Hross Knapi Einkunn
1 Nökkvi frá Litlu-Sandvík Lilja Dögg Ágústsdóttir 8,55
2 Kopar frá Álfhólum Rósa Valdimarsdóttir 8,54
3 Jökull frá Þingbrekku Björgvin Þórisson 8,50
4 Hafdís frá Brjánsstöðum Jóhann G. Jóhannesson 8,44
5 Gjóska frá Djúpárbakka Sigurrós Sól Ásgrímsdóttir 8,36
6 Örlygur frá Hafnarfirði Elísabet Jóna Jóhannsdóttir 8,32
7 Heiðrós frá Tvennu Arnhildur Halldórsdóttir 8,32
8 Dagur frá Kjarnholtum I Aníta Rós Róbertsdóttir 8,28

Í A-flokki gæðinga í flokki atvinnu manna var það Rauðskeggur frá Kjarnholtum sem efstur stóð með 8,87 í einkunn, sýndur af Sigurður Sigurðarsyni. Magnús Einarssson ræktandi og eigandi hestsins stendur hjá. Ljósmynd Anna Guðmundsdóttir.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar