Sigrún Högna vann fimmganginn

Sigrún Högna og Sirkus voru ánægð með kvöldið.
Þá er keppni lokið í fimmgangi í Meistaradeild ungmenna og Top Reiter. Þau voru æsispennandi a úrslitin og mátti sjá þvílík tilþrif á skeiði. Sigrún Högna Tómasdóttir sigraði á Sirkus frá Torfunesi en þau voru frekar jöfn á öllum gagntegundum og innsigluðu svo sigurinn með þremur mjög góðum skeiðsprettum. Þau eru þó engir nýgræðingar í greininni en þau hafa tvisvar orðið Íslandsmeistarar í fimmgangi.
Glódís Líf Gunnarsdóttir endaði önnur á Gyðju frá Læk en fyrir skeiðið var hún í fjórða sæti. Hún átti mjög velheppnaða sýningu á skeiði sem tryggði henni annað sætið. Sigurður Baldur Ríkharðsson endaði í þriðja sæti á Myrkva frá Tarðarlandi. Þórey Þula Helgadóttir átti bestu skeiðsýningar kvöldsins en hún hlaut 8,5 fyrir skeið frá einum dómara og 8,0 frá hinum. Hún var á Sólon frá Völlum og enduðu þau í fjórða sæti.
Stigahæsta liðið í kvöld var lið Hjarðartúns með 76 stig og í öðru sæti með eins stigs mun var lið Hrímnis með 75 stig. Hjarðartún var einnig efst eftir fjórganginn og stendur því efst í liðakeppninni.
Niðurstöður – A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Sigrún Högna Tómasdóttir Sirkus frá Torfunesi 6,74
2 Glódís Líf Gunnarsdóttir Gyðja frá Læk 6,52
3 Sigurður Baldur Ríkharðsson Myrkvi frá Traðarlandi 6,33
4 Þórey Þula Helgadóttir Sólon frá Völlum 6,29
5 Jón Ársæll Bergmann Smyrill frá V-Stokkseyrarseli 6,19
6 Unnsteinn Reynisson Hrappur frá Breiðholti í Flóa 0,00
Niðurstöður – B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Unnsteinn Reynisson Hrappur frá Breiðholti í Flóa 6,33
7 Katrín Ösp Bergsdóttir Alfreð frá Valhöll 6,29
8 Benedikt Ólafsson Þoka frá Ólafshaga 5,98
9 Embla Þórey Elvarsdóttir Tinni frá Laxdalshofi 5,40
10 Anna María Bjarnadóttir Aría frá Vindási 4,52
11 Kristján Árni Birgisson Hamar frá Syðri-Gróf 1 1,81
Fimmgangur F1 – Ungmennaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Jón Ársæll Bergmann Smyrill frá V-Stokkseyrarseli 6,63
2 Glódís Líf Gunnarsdóttir Gyðja frá Læk 6,40
3-4 Sigurður Baldur Ríkharðsson Myrkvi frá Traðarlandi 6,37
3-4 Sigrún Högna Tómasdóttir Sirkus frá Torfunesi 6,37
5 Þórey Þula Helgadóttir Sólon frá Völlum 6,30
6-7 Katrín Ösp Bergsdóttir Alfreð frá Valhöll 6,10
6-7 Embla Þórey Elvarsdóttir Tinni frá Laxdalshofi 6,10
8 Kristján Árni Birgisson Hamar frá Syðri-Gróf 1 6,07
9 Unnsteinn Reynisson Hrappur frá Breiðholti í Flóa 6,00
10-11 Benedikt Ólafsson Þoka frá Ólafshaga 5,93
10-11 Anna María Bjarnadóttir Aría frá Vindási 5,93
12 Auður Karen Auðbjörnsdóttir Harpa frá Höskuldsstöðum 5,77
13 Kristófer Darri Sigurðsson Fluga frá Lækjamóti 5,73
14 Hrund Ásbjörnsdóttir Roði frá Brúnastöðum 2 5,70
15 Victoria Bönström Hlekkur frá Saurbæ 5,67
16 Sveinn Sölvi Petersen Sandra frá Þúfu í Kjós 5,37
17 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Jarlhetta frá Torfastöðum 5,30
18 Arndís Ólafsdóttir Sigur frá Sunnuhvoli 5,27
19 Natalía Rán Leonsdóttir Tolli frá Ólafsbergi 5,20
20 Hekla Rán Hannesdóttir Vísir frá Ytra-Hóli 5,07
21 Viktoría Von Ragnarsdóttir Vindur frá Efra-Núpi 4,70
22 Hjördís Helma Jörgensdóttir Mía frá Fornusöndum 4,43
23 Aldís Arna Óttarsdóttir Skutla frá Akranesi 4,27
24 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Morgan frá Fornhaga II 4,23
25 Aníta Rós Kristjánsdóttir Sif frá Akranesi 4,17
26-27 Freydís Þóra Bergsdóttir Burkni frá Narfastöðum 3,97
26-27 Eva Kærnested Hrönn frá Þjóðólfshaga 1 3,97
28 Selma Leifsdóttir Klara frá Eylandi 3,93
29 Ingunn Rán Sigurðardóttir Mist frá Einhamri 2 3,87
30 Unnur Erla Ívarsdóttir Dynur frá Vatnsleysu 3,80
31 Salóme Kristín Haraldsdóttir Sökkull frá Skagaströnd 3,40
32 Svala Rún Stefánsdóttir Hamingja frá Hásæti 2,13
33-34 Stefanía Hrönn Stefánsdóttir Klókur frá Syðri-Reykjum 0,00
33-34 Signý Sól Snorradóttir Mæra frá Reynistað 0,00