Íslandsmót Sigurbjörg efst í unglingaflokknum

  • 15. júlí 2023
  • Fréttir
Niðurstöður frá Íslandsmóti barna og unglinga

Sú ákvörðun var tekin að bjóða upp á gæðingakeppni á Íslandsmóti barna og unglinga. Ástæðan var að gefa gæðingakeppninni hærra undir höfði þegar ekki eru Landsmót en einnig að geta boðið börnum og unglingum upp á valkost því greinin hentar sumum hestum betur og ekki síður knöpum. „Við viljum sjá nýliðun í hestamennsku og sjáum við að gæðingakeppnin hentar oft betur til þess en þær greinar sem boðið er upp á á Íslandsmótum,“ sagði í tilkynningu frá mótshöldurum.

Í morgun fór fram forkeppni í unglingaflokki og efst inn í a úrslit er Sigurbjörg Helgadóttir á Aski frá Miðkoti með 8,55 í einkunn. Önnur er Snæfríður Ásta Jónasdóttir á Liljari frá Varmalandi og þriðja Kristín Karlsdóttir á Smyril frá Vorsabæ.

Hægt er að horfa á mótið í beinni á Alendis.is sem og Facebook síðu viðuburðarins

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr forkeppni í unglingaflokki

Unglingaflokkur gæðinga – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Sigurbjörg Helgadóttir Askur frá Miðkoti 8,55
2 Snæfríður Ásta Jónasdóttir Liljar frá Varmalandi 8,48
3 Kristín Karlsdóttir Smyrill frá Vorsabæ II 8,42
4 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Ísar frá Skáney 8,40
5 Sigurður Dagur Eyjólfsson Flugar frá Morastöðum 8,39
6 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Steinn frá Runnum 8,38
7 Steinunn Lilja Guðnadóttir Heppni frá Þúfu í Landeyjum 8,37
8 Sveinfríður Ólafsdóttir Þruma frá Akureyri 8,33
9-10 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Drift frá Strandarhöfði 8,28
9-10 Hekla Eyþórsdóttir Garri frá Strandarhjáleigu 8,28
11 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Lotta frá Björgum 8,28
12-13 Bertha Liv Bergstað Segull frá Akureyri 8,26
12-13 Sól Jónsdóttir Jónína Ingibjörg frá Grundarfirði 8,26
14 Unnur Rós Ármannsdóttir Ástríkur frá Hvammi 8,24
15 Tristan Logi Lavender Gjöf frá Brenniborg 8,18
16 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Dímon frá Álfhólum 8,06
17 Katrín Einarsdóttir Drangur frá Efsta-Dal II 8,02

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar