Sigurður Óli og Fjalladís danskir meistarar í gæðingaskeiðið

Í gær fór fram keppni í gæðingaskeiði á Danska meistaramótinu. Sigurður Óli Kristinsson og Fjalladís frá Fornusöndum urðu danskir meistarar í gæðingaskeiði með 8,46 í einkunn. Í öðru sæti varð Steffi Svendsen og Saga fra Teland með 8,08 í einkunn og í þriðja Rasmus Moller Jensen á Laxnes frá Ekru með 7,29 í einkunn
Í gæðingaskeiðið í ungmennaflokki varð Freja Løvgreen og Fjölvi fra Hedegaard danskir meistarar með 7,00 í einkunn og í unglingaflokki varð það Wilma Marie Østergaard og Glæsir fra Rist með 4,92 í einkunn.


