Svíþjóð Sigurður Óli og Fjalladís í glæsi einkunn

  • 22. maí 2024
  • Fréttir
Í dag hófst Margaretehof Special í Everöd í Svíþjóð en mótið stendur yfir þar til 26. maí.

Mótið er WR og er keppt í íþrótta- og gæðingakeppni en einnig verður haldin kynbótasýning samhliða mótinu. Mótið er haldið á búgarðingum Margaretehof sem er í eigu Montan fjölskyldunnar ekki svo langt frá Malmö. 300 hross eru skráð til leiks en mótið er eitt það stærsta í Svíþjóð.

Í dag fór fram keppni í gæðingaskeiði þar sem Sigurður Óli Kristinsson og Fjalladís frá Fornusöndum báru sigur úr býtum með glæsi einkunnina 9,13. Hlutu þau m.a 10 fyrir niðurhæingu í seinni spretti og í báðum sprettum hlutu þau 10,0 í einkunn fyrir tíma. Þetta er fyrsta mótið þeirra Sigurðar og Fjalladísar en Fjalladís með knapa sínum Elvari Þormarssyni varð tvöfaldur heimsmeistari í fyrra í Hollandi.

Önnur í gæðingaskeiðinu er silfurhafinn frá heimsmeistaramótinu í fyrra Steffi Svendsen og Saga fra Teland en þær hlutu 8,38 í einkunn. Katie Sundin Brumpton og Dimmi frá Selfossi enduðu í þriðja sæti með 6,58 í einkunn.

Alicia Karlsson og Sólgrímur från Stall Vitavillan unnu gæðingaskeiðið í ungmennaflokki með 6,50 í einkunn.

Einnig fór fram forkeppni nokkrum flokkum í gæðingakeppninni. Þeir Vaki frá Auðsholtshjáleigu og Albert Smith eru efstir í A flokki með 8,50 í einkunn. Hagalín fra Engholm og Anne Stine Haugen eru efst í B flokknum með 8,45 í einkunn.

Dagskrá mótsins og heildar niðurstöður eru inn á Icetest.

Gæðingaskeið – fullorðinsflokkur – Margaretehof Special

1 Sigurður Óli Kristinsson Fjalladís frá Fornusöndum 9,13
Sprettur 1 9,00 : 8,0 – 8,5 – 8,5 – 7,9 – 9,0
Sprettur 2 9,25 : 8,5 – 8,0 – 9,0 – 8,0 – 10,0

2 Steffi Svendsen Saga fra Teland 8,38
Sprettur 1 8,50 : 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,3 – 8,0
Sprettur 2 8,25 : 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,4 – 7,0

3 Katie Sundin Brumpton Dimmi frá Selfossi 6,58
Sprettur 1 6,42 : 7,0 – 7,0 – 7,0 – 8,5 – 0,0
Sprettur 2 6,75 : 7,0 – 5,5 – 7,0 – 8,7 – 4,5

4 Susanne Larsen Murphy Völsungur frá Skeiðvöllum 6,46
5 Finnur Bessi Svavarsson Svaðilfari frá Litladal 6,21
6 James Faulkner Dökkvi från Stenholmen 6,13
7 Desirée Alameri Nikulás fra Guldbæk 5,96
8 Jennie Filipsson Þjórsá frá Skör 5,33
9 Siff Olsen Nótt frá Lynghóli 5,04
10 Anne Frank Andresen Vökull frá Leirubakka 4,67
11 Illugi Guðmar Pálsson Sesar frá Naustum 4,42
12 Lilian Schimmele Óskadís fra Nordal 4,38
13 Smilla Beyer Leó fra Nøddegården 3,46
14 Eyvindur Mandl Hareggvidsson Ùrval från Olsbacken 3,17
15 Anna Olsson Glöð från Norrkåsa 2,75
16 Isabella Winkler Mena Gefjun frá Þingbrekku 2,38
17 Emelie Althén Sísí frá Björgum 1,92
18 Lilian Schimmele Eydal von Godemoor 1,83
19 Sofie Fältsjö Arwen från Björngläntan 0,58
20 Johanna Hellberg Lísa frá Ytri-Brennihóli 0,17
21 Siff Olsen Ketill från Knutshyttan 0,00

Gæðingaskeið – ungmennaflokkur – Margaretehof Special

1 Alicia Karlsson Sólgrímur från Stall Vitavillan 6,50
2 Linnea Blomgren Bróðir fra Slippen 4,50
3 Alva Althén Fylkir frá Efri-Gegnishólum 3,08
4 Agnes Mårtensson Sóldís frá Sómastöðum 2,33
5 Joséphine Williams Júpiter frá Lækjamóti 0,54

A flokkur – GDA forkeppni – Margaretehof Special – Efstu 10

1 Alberte Smith Vaki frá Auðsholtshjáleigu 8.497
2 Desirée Alameri Nikulás fra Guldbæk 8.350
3 Filippa Helltén Sóldögg från Sundsby 8.340
4 Finnur Bessi Svavarsson Svaðilfari frá Litladal 8.213
5 Anna Olsson Glöð från Norrkåsa 8.147
6 Daniel Sundin Brumpton Kolka från Fögruhlíð 8.023
7 Sofia Österholm Glódís från Fögruhlíð 8.010
8 Illugi Guðmar Pálsson Sesar frá Naustum 7.997
9 Lena Johansson Njörður från Råknahult 7.980
10 Carina Dahlvid Agnar från Navåsen 7.807

B flokkur – GDB forkeppni – Margaretehof Special – Efstu 10

1 Anne Stine Haugen Hagalín fra Engholm 8.447
2 Anne Frank Andresen Bella frá Blönduósi 8.437
3 Anna Funni Jonasson Garri frá Fitjum 8.420
4 Helena Kroghen Adalsteinsdottir Vítus fra Nøddegården 8.413
5 Filippa Helltén Lukku-Láki från Stenshult 8.410
6 Eva-Karin Bengtsson Aron frá Eyri 8.390
7 Emelie Cecilia Svavarsson Háleggur frá Litladal 8.333
8 josefin falkman Neptúnus frá Lækjamóti II 8.240
8 Linda Gustafsson Bráinn från Kolforsen 8.240
10 Samanta Hellman Kveðja frá Kommu 8.233

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar