Siguroddur Pétursson – Íþróttamanneskja HSH 2024

  • 13. janúar 2025
  • Fréttir

Siguroddur Pétursson með verðlaunagripi HSH. Ljósmynd: Heimasíða HSH

Á heimasíðu Héraðsambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) er það kunngjört að Siguroddur Pétursson hafi verið útnefndur sem íþróttamanneskja sambandsins. Verðlaunaafhendingin fór fram í gær, sunnudaginn 12.janúar. Við það sama tilefni voru íþróttamenn og sjálfboðaliðar í héraði verðlaunaðir.

Í frétt um málið  kemur eftirfarandi fram um afrek Sigurodds á árinu.

Siguroddur hefur staðið sig gríðarlega vel á árinu og á Landsmóti hestamanna keppti hann í B flokki gæðinga á Sól frá Söðulsholti og var 5. efstur inn í A-úrslit sem er gríðarlega góðurárangur. Á alþjóðlegum stöðulista sem er inni á World Feng (alþjóðlegur gagnagrunnur íslenska hestsins)er hann á meðal 20 efstu í fjórum greinum. Í íþróttakeppni er staða hans á alþjóðlega stöðulistanum sem hér segir:

Í tölti T3 er hann í 3. sæti á Sól frá Söðulsholti með 7,57 í einkunn.
Í fjórgangi V2 er hann í 5. sæti á Sól frá Söðulsholti með 6,93 í einkunn.
Í fimmgangi F2 er hann í 14. sæti á Tign frá Hrauni með 6,53 í einkunn.
Í gæðingakeppni er staða hans á alþjóðlega stöðulistanum sem hér segir:
Í B flokki er hann í 11. sæti á Sól frá Söðulsholti með 8,73 í einkunn.
Á íþróttamóti Snæfellings var hann í 1. sæti fimmgang og fjórgang og 2. sæti í tölti.
Á Hestaþingi Snæfellings var hann í 1. sæti í B-flokk og 3. sæti í A- flokk.
Á Íþróttamóti Dreyra Akranesi var hann í 1. sæti í bæði tölti og fjórgangi á Sól frá Söðulsholti og 2. sæti í fimmgangi og 1. sæti í gæðingaskeiði á Tign frá Hrauni.
Í KB mótaröðinni var hann í 1. sæti tölti og fjórgangi.
Frábær árangur og er öðrum knöpum til fyrirmyndar utan sem innan vallar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar