Siguroddur Pétursson – Íþróttamanneskja HSH 2024

Siguroddur Pétursson með verðlaunagripi HSH. Ljósmynd: Heimasíða HSH
Á heimasíðu Héraðsambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) er það kunngjört að Siguroddur Pétursson hafi verið útnefndur sem íþróttamanneskja sambandsins. Verðlaunaafhendingin fór fram í gær, sunnudaginn 12.janúar. Við það sama tilefni voru íþróttamenn og sjálfboðaliðar í héraði verðlaunaðir.
Í frétt um málið kemur eftirfarandi fram um afrek Sigurodds á árinu.
Siguroddur hefur staðið sig gríðarlega vel á árinu og á Landsmóti hestamanna keppti hann í B flokki gæðinga á Sól frá Söðulsholti og var 5. efstur inn í A-úrslit sem er gríðarlega góðurárangur. Á alþjóðlegum stöðulista sem er inni á World Feng (alþjóðlegur gagnagrunnur íslenska hestsins)er hann á meðal 20 efstu í fjórum greinum. Í íþróttakeppni er staða hans á alþjóðlega stöðulistanum sem hér segir: