Hestamannafélagið Sleipnir Sigursteinn knapi ársins í Sleipni

  • 11. mars 2025
  • Fréttir

Helgi Þór Guðjónsson, Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, Védis Huld Sigurðardóttir, Þórdís Sigurðardóttir (f.h. Soffíu Sveinsdóttur), Ari Thorarensen (f.h. Sigursteins Sumarliðasonar) og Berglind Sveinsdóttir formaður Sleipnis

Frábær árangur Sleipnisfélaga árið 2024

Uppskeruhátíð Sleipnis var haldin í Þingborg við hátíðlega athöfn þann 8.mars. s.l.

Eftirfarandi verðlaun voru veitt

Knapi ársins hjá Sleipni:

Sigursteinn Sumarliðason átti frábært ár. Hann varð Íslandsmeistari í 250 m skeiði með besta tíma ársins á Krókusi frá Dalbæ,  hann hlaut bronsverðlaun í 100 m skeiði á sama móti á sama hesti.  Hann hlaut silfur í 100 m skeiði á landsmóti hestamanna og silfur í 250 m skeiði á sama móti á Krókusi frá Dalbæ.  Eftir árið er Sigursteinn og Krókus frá Dalbæ í 2.sæti á Íslenska stöðulistanum bæði í 250 og 100 m skeiði,  hann er annar á alþjóðlega stöðulista FEIF í 250 m skeiði og áttundi á alþjóðlega stöðulistanum í 100 m skeiði.

Íþróttaknapi ársins:

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir:   Varð í 2.sæti í einstaklingskeppninni í 1.deildinni í hestaíþróttum, sigraði fimmgang og 2.sæti í fjórgangi í Suðurlandsdeildinni, var í 1.-2.sæti í fjórgangi og í B-úrslitum í slaktaumatölti á Reykjavíkurmótinu, varð Íslandsmeistari í fjórgangi meistaraflokki og í A-úrslitum í slaktaumatölti á sama móti.

Gæðingaknapi ársins:

Helgi Þór Guðjónsson sigraði glæsilega B-flokk á gæðingamóti Sleipnis og endaði í 2.sæti í B-flokki gæðinga á landsmóti hestamanna þar sem munurinn var einungis 0,02 á 1. og 2.sæti.

Knapi ársins í ungmennaflokki:

Védís Huld Sigurðardóttir en hún sigraði einstaklingskeppnina í meistaradeild ungmenna, sigraði fimmgang ungmenna á WR íþróttamóti Sleipnis, var í þrennum A-úrslitum á Rreykjavíkurmeistaramótinu, sigraði ungmennaflokk á gæðingamóti Sleipnis,  varð í 2.sæti í B-flokki ungmenna á landsmóti hestamanna og varð Norðurlandameistari í fimmgangi ungmenna.

Knapi ársins í flokki áhugamanna:

Soffía Sveinsdóttir varð í 2.stæti í tölti og slaktaumatölti í áhugamannadeildinni, varð í 6.sæti í tölti í suðurlandsdeildinni, 2.sæti í tölti á WR íþróttamóti Sleipnis og 4.sæti í fjórgangi á sama móti, 3.sæti í tölti á Reykjavíkurmeistaramótinu og endaði í 4.sæti í töltinu á gæðingamótinu á Flúðum þar sem hún var eini áhugamaðurinn í úrslitunum.

 

Bestu tímar í skeiðgreinum:

250 m skeið:   Sigursteinn Sumarliðason á Krókusi frá Dalbæ á tímanum 21,35 sek sem jafnframt varð besti tími ársins

150 m skeið: Larissa Silja Werner á Hyl frá Kjarri á tímanum 14,97 sek

100 m skeið: Sigursteinn Sumarliðason á Krókusin frá Dalbæ á tímanum 7,33 sek.

Ræktunarbikar Sleipnis – gefinn hæðst dæmda kynbótahrossinu á árinu sem ræktaður er af Sleipnisfélaga:

Safír frá Laugardælum – Safír hlaut 8,81 í aðaleinkun í 5.vetra flokki stóðhesta á Landsmóti hestamanna í Reykjavík,

Sérstakar viðurkenningar:

Sigursteinn Sumarliðason – Íslandsmeistari í 250 m skeiði á Krókusi frá Dalbæ

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir – Íslandsmeistari í fjórgangi meistaraflokki á Flaumi frá Fákshólum

Védís Huld Sigurðardóttir – Norðurlandameistari í fimmgangi ungmenna á Búa frá Húsavík

 

Félagar ársins:

Stefán Bjartur Stefánsson og Linda Rut Ragnarsdóttir

Stefán Bjartur Stefánsson og Linda Rut Ragnarsdóttir

Klárhestaskjöldurinn: Þröstur frá  Kolsholti

Sleipnisskjöldurinn:  Kolbeinn frá Hrafnsholti

Handhafar hinna glæsilegu skjalda Sleipnis. Helgi Þór með Klárhestaskjöldinn sem skorinn er út af Siggu á Grund og Hrefna Sif Jónasdóttir með Sleipnisskjöldinn sem skorinn er út af Ríkharði Jónssyni við hlið hennar eru þau Jónas Már Hreggviðsson og Elísabet Gísladóttir

 

Verðlaunahafar Sleipnis

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar