Sigurvergarar úr töltinu, Kristján Árni og Glámur.

  • 9. mars 2023
  • Tilkynning
Niðurstöður frá vetraleikum Fjölbrautaskóla Suðurlands

Vetrarleikar FSu er skemmtileg hefð sem er búin að eiga sér stað samhliða kátum dögum allt frá árinu 2006. Þann 1. mars síðastliðinn voru þeir haldnir á félagsvæði Sleipnis. Góð þáttaka var á mótinu og voru það fyrsta árs nemendur sem stóðu að baki framkvæmd mótsins sem að gekk afar vel, mikill metnaður er hjá nemendum að fræðast og læra meira. Því fengu þau styrki hjá reyndum og öflugum reiðkennurum í reiðkennslu.

Keppt var í tveimur greinum, tölti og mjólkurtölti. Þökk sé frábærra styrktaraðila var unnt að veita vegleg verðlaun í allar greinar en að auki fengu allir keppendur glaðninga. Í tölti voru 17 keppendur skráðir til leiks og komust 8 efstu knaparnir áfram og kepptu til úrslita, í mjólkurtölti voru 11 keppendur skráðir til leiks og hlutu 3. efstu knaparnir verðlaun. Dómari mótsins að þessu sinni var Ragnar Stefánsson og þakka mótshaldarar honum kærlega fyrir.

Úrslit – Tölt
1. Kristján Árni og Glámur frá Hafnarfirði
2. Unnsteinn Reynisson og Fúga frá Breiðholti í Flóa
3. Jónína Daníelsdóttir Agla frá Dalbæ
4. Lilja Dögg og Nökkvi frá Litlu-Sandvík
5. Jessica Ósk og Gjöf frá Brenniborg
6. Sunna og Slyngur frá Sperðli
7. Margrét og Lyfting frá Höfðabakka
8. María Björk og Sunna frá Stóra-Rimakoti

Mjólkurtölt
1. Jessica Ósk og Fold frá Hallgilsstöðum
2. Lilja Dögg og Hviða frá Eldborg
3. Sunna og Náttfari frá Vestri-Geldingaholti
4. Margrét og Lyfting frá Höfðabakka
5. Sigurbjörg og Vaka frá Leirubakka
6. Keira Líf og Mánadís frá Íngólfshvoli
7. María Björk og Sunna frá Stóra-Rimakoti
8. Ólafur og Gjöf frá Brenniborg

Reiðmennskuverðlaunin hlaut Kristján Árni á hestinum Glámi frá Hafnarfirði en verðlaunin voru gefin af Baldvin og Þorvaldi. Verðlaunin fyrir efnilegasta parið hlaut Jónina á Öglu frá Dalbæ verðlaunin voru gefin af Hreinum Takti. Einnig hlaut parið með besta tímann óháð refstistigum verðlaun, en það var Jessica Ósk og Fold frá Hallgillstöðum. Gefandi þeirra verðlauna var Efnalaug Suðurlands. Verðlaunapeningarnir voru frá Karl Úrsmiði og greiddir af Nemendafélagi FSu, við þökkum þeim fyrir stuðninginn. Vinningar voru fjölmargir og  er eftirtöldum styrktaraðilum þakkað kærlega fyrir stuðninginn: Almar Bakari, Baldvin og Þorvaldur, MS, Stúdio Sport, Ópus Studio, Skalli, Efnalaugin, Dominos, Húsasmiðjan/Blómaval, Fóðurblandan, Lífland, Dýrasjúkraþjálfun hjá Söndru, Hreinn Taktur, Járn og Hófar, Hestvit, Kjarr, Mjósyndi, Sigvaldi Lárus Guðmundsson, Pula, Þórdís Erla Gunnarsdóttir, Fríða Hansen, Svanhildur Guðbrandsdóttir, Vesturkot, Hófadynur og Nemendafélag Fsu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar