Landsmót 2024 Sjálfboðaliðar fá frían miða á Landsmót

  • 14. maí 2024
  • Tilkynning

Kynningarfundur sjálfboðaliða fyrir Landsmót miðvikudaginn 15.maí kl.20:00 í veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Allir velkomnir!

Einn mikilvægasti hópurinn sem kemur á Landsmót eru sjálfboðaliðar. Þeir gefa mótinu af tíma sínum, fá frítt inn á mótið og fatnað til að vera í og njóta þess að vera hluti af samstilltum, sterkum hópi sem heldur einn stærsta fjölskyldu- og íþróttaviðburð ársins hér á landi.

Landsmótið í Reykjavík vill bjóða þennan hóp velkominn til leiks og um leið til fundar miðvikudaginn 15. maí kl. 20:00 í Samskipahöllinni í Spretti.

Þar verða léttar veitingar í boði, upplýsingagjöf um viðburðinn framundan og hægt verður að skrá sig sem sjálfboðaliða í hin ýmsu hlutverk og verkefni.

Hlökkum til þess að sjá sem flesta sem hafa áhuga á því að taka þátt á Landsmóti Spretts og Fáks.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar