Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum SJÁUMST Í HORSEDAY HÖLLINNI Á FIMMTUDAGINN

  • 20. mars 2023
  • Tilkynning
Við kynnum með stolti að Kaffi Krús á Selfossi ætlar að bjóða áhorfendum frítt í HorseDay höllina fimmtudaginn 23. mars þegar keppt verður í gæðingalist í Meistaradeild Líflands. Veitingarnar verða á sínum stað og ef pantaður er matur fyrir fram fylgir í kaupbæti frátekið sæti í stúkunni.  Það liggur mikið undir hjá keppendum, mótaröðin er núna að verða hálfnuð og línur eru farnar að myndast í bæði einstaklings- og liðakeppni.
Frábærir hestar og knapar hafa sést á æfingum og megum við því búa okkur undir spennandi keppni frá okkar færustu knöpum í gæðingalist á fimmtudagskvöld.

​Húsið og veitingasala opnar kl. 17:30, hleypt verður inn í höllina kl. 18:15, upphitunarhestur fer í braut 18:30 og keppni hefst stundvíslega kl. 19:00.  Einnig verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Alendis.

​Veitingar:

  • Lambalæri með sveppasósu, kartöflugratín, steiktu grænmeti og salati.
  • Vínarsnitsel með tilheyrandi meðlæti.
  • Eldbakaðar pizzur og pizzusneiðar.
  • VOR samlokur.

Þeir sem panta mat á info@ingolfshvoll.is fá frátekið sæti á besta stað i stúkunni. Tilvalið fyrir vinina og fjölskylduna.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar