Sjö hross hlutu 9,5 fyrir brokk
Nú þegar kynbótasýningum árið 2023 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er brokk.
Það var ekkert hross sem hlaut 10 fyrir brokk á árinu en sjö hlutu 9,5 fyrir þennan eiginleika. Í fyrra hlutu tveir hestar 10 fyrir brokk og þrettán hross 9,5 fyrir brokk.
Þessi sjö hross sem hlutu 9,5 fyrir þennan eiginleika eru öll klárhross. Fjögur af þeim eru fimm vetra, Húni frá Ragnheiðarstöðum, Aspar frá Hjarðartúni, Díana frá Bakkakoti og Steinn frá Stíghúsi en hin Tinna frá Silfurbergi 12 vetra, Hylur frá Flagbjarnarholti 10 vetra og Hersir frá Húsavík 8 vetra.
Fimm af þeim hlaut 9,5 á sömu sýningunni eða Vorsýningunni á Gaddstaðaflöum dagana 5. til 9. júní.
Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir brokk.
Hross | Uppruni | Sýnandi |
Aspar | Hjarðartúni | Þorgeir Ólafsson |
Díana | Bakkakoti | Jón Ársæll Bergmann |
Hersir | Húsavík | Teitur Árnason |
Húni | Ragnheiðarstöðum | Helga Una Björnsdóttir |
Hylur | Flagbjarnarholti | Eyrún Ýr Pálsdóttir |
Steinn | Stíghúsi | Þorgeir Ólafsson |
Tinna | Silfurbergi | Ævar Örn Guðjónsson |