Skagfirska mótaröðin byrjar á morgun
![](https://eidfaxi.is/wp-content/uploads/2025/02/473544303_1798677730944504_167771094728330204_n-800x800.jpg)
Skagfirska mótaröðin byrjar á morgun en keppt verður í fjórgangi. Mótin fara fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og er boðið upp á alla flokka. Keppt verður í fjórgangi V2 í 1. flokki, 2. flokki, ungmennaflokki og unglingaflokki og í fjórgangi V5 í 3. flokki og barnaflokki en einnig verður boðið upp á pollaflokk.
Mótaröðin er liðakeppni og eins og undanfarin ár og er hægt að sjá ráslista fyrir mótið inn á HorseDay appinu en skráningu lauk í gær.