Landsamband hestamanna Skeiðknapi ársins

  • 11. nóvember 2022
  • Fréttir
"Hafa verið því sem næst ósigrandi í 250 m skeiði og 100m skeiði um árabil"

Skeiðknapi ársins 2022 er Konráð Valur Sveinsson en valið var kynngjört rétt í þessu á verðlaunahátíð Landsambandsins sem haldin er í Félagsheimilinu í Fáki. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Konráð Valur náði eins og svo oft áður frábærum árangri í skeiði á árinu sem er að líða. Konráð og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu hafa verið því sem næst ósigrandi í 250 m skeiði og 100m skeiði um árabil og virðast þeir félagar enn vera á uppleið. Hann náði einnig góðum árangri með Tangó frá Litla-Garði og er eftir árið efstur á stöðulistum ársins í 250 m skeiði og 100 m skeiði og annar í 150 m skeiði. Konráð Valur átti frábært ár í skeiðkappreiðum ársins og hlýtur nafnbótina skeiðknapi ársins 2022.“

Aðrir tilnefndir:

Árni Björn Pálsson
Hans Þór Hilmarsson
Konráð Valur Sveinsson
Sigurbjörn Bárðarson
Sigursteinn Sumarliðason

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar