Landsamband hestamanna Skeiðknapi ársins

  • 12. október 2024
  • Fréttir
Heimsmet, Íslandsmeistaratitlar og þrjú Landsmótsgull

Skeiðknapi ársins 2024 er Konráð Valur Sveinsson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga og deildar hrossabænda innan BÍ sem haldin er í Gullhömrum. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Konráð Valur hefur átt frábær ár á skeiðbrautinni með hesta sína þá Kjark frá Árbæjarhjáleigu og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk. Konráð Valur og Kjarkur eru eitt sigursælasta par sögunnar en í ár slógu þeir þrisvar sinnum Íslandsmet í 150m skeiði sem og heimsmetið þegar þeir hlupu brautina saman á tímanum 13.46 sekúndum! Konráð er þrefaldur landsmótssigurvegari í skeiðgreinum og tvöfaldur Íslandsmeistari á árinu. Konráð átti frábært ár í skeiðkappreiðum ársins og hlýtur nafnbótina Skeiðknapi ársins 2024.“

Eiðfaxi ársins veitti Konráði sérstaka viðurkenningu vegna heimsmetsins við sama tilefni og  óskar honum innilega til hamingju með árangur ársins.

Aðrir tilnefndir voru:
  • Daníel Gunnarsson
  • Ingibergur Árnason
  • Sigursteinn Sumarliðason
  • Þórarinn Ragnarsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar