Skeiðknapi ársins
Skeiðknapi ársins 2025 er Konráð Valur Sveinsson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga í Gamla Bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:
„Konráð setti á árinu frábært heimsmet í 250 m. skeiði á Kastor frá Garðshorni þegar þeir félagar hlupu sprettinn á 21.06 sek á Íslandsmótinu í sumar. Konráð er þar að auki Íslandsmeistari í 100 m. skeiði og 250 m. skeiði ásamt því að hafa sigrað sömu greinar á Reykjavíkurmeistaramótinu. Hann er einnig samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins og þar með Ödershafinn 2025.“
Aðrir tilnefndir voru:
- Árni Björn Pálsson
- Hans Þór Hilmarsson
- Ingibergur Árnason
- Sigursteinn Sumarliðason
Skeiðknapi ársins
Minningarorð um Ragnar Tómasson