Skemmtilegt fyrsta mót í nýrri og glæsilegri Sörlahöll
Hátíðartölt Sörla var haldið fjórða árið í röð og að þessu sinni í nýrri og glæsilegri reiðhöll Sörla í Hafnarfirði þann 27. desember s.l. Margt var um manninn, keppendur og áhorfendur greinilega tilbúnir í komandi keppnistímabil.
Hraunhamar var aðalstyrktaraðili mótsins.

Upphafsmenn Hátíðartöltsins eru þeir f.v Kristján Jónsson, Þorsteinn Eyjólfsson og Ásbjörn Helgi Árnason.
Óhætt er að segja að Hátíðartöltið er orðið ómissandi þáttur hjá Sörlafélögum yfir jólahátíðina en mótið hefur fest sig í sessi sem árviss viðburður. Upphafsmenn þess og mótshaldarar eru þeir Þorsteinn Eyjólfsson, Ásbjörn Helgi Árnason og Kristján Jónsson en upphaflega var mótið haldið á beinni braut og utandyra vegna aðstöðuleysis. Undanfarin ár hefur mótið verið haldið í allavega veðrum og að auki þurfti að lýsa upp brautina með kösturum þar sem mótið var haldið úti og á dimmasta tíma ársins.
Úrslit urðu eftirfarandi:
11 glæsilegir keppendur riðu á vaðið í Pollaflokki og opnuðu þar með fyrsta mót hallarinnar.
Barnaflokkur
1.sæti Valdís Mist Eyjólfsdóttir og Hnota frá Þingnesi
2.sæti Þorgeir Nói Jóhannsson og Nína frá Áslandi
3.sæti Guðbjörn Svavar Kristjánsson og Goði frá Hrafnagili
4.sæti Úlfar Logi Gunnarsson og Gnótt frá Syðra-Fjalli
5.sæti Birgitta Steinunn Arnórsdóttir og Kveikur frá Austurey
6.sæti Karítas Franklín Friðriksdóttir og Dimmir frá Strandarhöfða
Unglingaflokkur
1.sæti Erla Rán Róbertsdóttir og Eldir frá Efsta-Seli
2.sæti Elísabet Benediktsdóttir og Heljar frá Fákshólum
3.sæti Ögn Hanna Kristín Guðmundsdóttir og Tannálfur frá Traðarlandi
4.sæti Jóhanna Dýrleif Guðmundsdóttir og Fegurð frá Skíðbakka 3
5.sæti Guðbjörg Inga Ellertsdóttir og Mikki frá Skipaskaga
Ungmennaflokkur
1.sæti Sigurður Dagur Eyjólfsson og Ás frá Áslandi
2.sæti Helgi Freyr Haraldsson og Hrynjandi frá Strönd II
3.sæti Hjördís Emma Magnúsdóttir og Villimey frá Grindavík
Kvennaflokkur
1.sæti Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir og Hnokki frá Áslandi
2.sæti Gunnhildur Eik Svavarsdóttir og Andrá frá Mykjunesi
3.sæti Þórunn Þórarinsdóttir og Gýgja frá Litla-Garði
4-5.sæti Jóhanna Ólafsdóttir og Kráka frá Geirmundarstöðum
4-5.sæti Sigríður Sigþórsdóttir og Stefna frá Hnjúkahlíð
Karlaflokkur
1.sæti Atli Guðmundsson og Strengur frá Húsanesi
2.sæti Smári Adólfsson og Fókus frá Hafnarfirði
3.sæti Haraldur Hafsteinn Haraldsson og Adrían frá Strönd II
4-5.sæti Ásbjörn Helgi Árnason og Glettingur frá Skipaskaga
4-5.sæti Guðmundur Ingi Guðmundsson og Dáti frá Austurkoti
Skemmtilegt fyrsta mót í nýrri og glæsilegri Sörlahöll
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Styttist í fyrsta mót í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum