Skemmtilegt hestamót fyrir 60 ára og eldri knapa

  • 2. maí 2024
  • Fréttir

Elstu eineggja tvíburar landsins, Svanhildur og Hlaðgerður, sáu um verðlaunaafhendinguna en þær eru fæddar árið 1922.

Haldið var pollamót 60+ á Álfanesi í gær, þann 1. maí á alþjóðlegum degi íslenska hestsins. 

Mótið var eingöngu fyrir knapa sem voru 60 ára eða eldri en einnig máttu keppendur mæta með barnabörnin því boðið var uppá pollaflokk 9 ára og yngri fyrir teymandi og ríðandi polla.

„Það er greinilegt að þó hestamenn og konur séu orðin 60 ára þá slá þau hvergi af. Frábær hestakostur og glæsilegir knapar! Hulda Geirs fór á kostum sem þulur mótsins og Ketill Björnsson dómari stóð sig vel. Takk allir fyrir komuna, bæði keppendur og gestir og ekki síst þeir sjálfboðaliðar sem gerðu þetta mögulegt. Vonandi tekur eitthvað félag þetta upp og heldur svona mót árlega héðan í frá,“ segir Steinunn Guðbjörnsdóttir sem skipulagði mótið en hún fagnar 60 ára afmælinu sínu í dag og langaði að fagna með hestamóti sem væri fyrir 60 ára og eldri keppendur.

Mótið var eingöngu til skemmtunar og voru einkunnir ekki færðar inn í SportFeng. Boðið var upp á þrjá flokka í tölti T8, T7 og T3.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Pollaflokkur -9
Teymandi
Urður Atladóttir Elli frá Syðra Skörðugili – 29 vetra (Amma Gugga að keppa í T7)
Ríðandi
Elís Guðni Vigfússon Svaki frá Auðsholtshjáleigu (Afi Guðni að keppa í T7)

Tölt T8
1. Viðar Guðmundsson Jarpur frá Eyvindarhólum / 4,0
2. Björk Jónasdóttir Sindri frá Miðskógi / 3,5

Tölt T7
1. Svafar Magnússson Astra frá Köldukinn 2 / 7,0
2. Helga Bogadóttir Þytur frá Syðri Brúnavöllum / 6,5
3/4. Jörundur Jökulsson Gleði frá Vatni / 6,3
3/4. Óli Fjalar Böðvarsson Vals frá Efri Brú / 6,3
5. Ari Sigurðsson Glóblesi frá Halakoti / 5,8

Tölt T3
1. Gréta Boða Árdís frá Garðabæ / 6,7
2/3. Brynja Viðars Gáta frá Bjarkarey / 6,3
2/3. Sigurður Tyrfingsson Sól frá Kirkjubæ / 6,3
4. Guðmundur Skúlason Erpir frá Blesastöðum 2a / 5,9
5. Sævar Leifsson Laufi frá Gimli / 3,9 (skeifa fór undan)

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar