Skora á stjórn LH að taka af skarið í samtali útivistarhópa

  • 27. apríl 2021
  • Fréttir

Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði sendir frá sér opið bréf þar sem skorað er á stjórn LH að taka af skarið og boða til sameiginlegrar vinnu og stefnumótun allra þeirra útivistarhópa er nota uppland höfuðborgarsvæðisins til útivistar.

Þá hvetur Sörli af sama tilefni félagsmenn sína til þess að kynna sér kortasjá LH vel og vandlega áður en lagt er af stað í reiðtúra þar sem fleiri stígar og slóðar eru sem ekki endilega séu ætlaðir til hestaumferðar.

Fjallað hefur verið um þessi mál á vef Eiðfaxa og má lesa viðtal við Guðna, formann LH, með því að smella hér.

Á heimasíðu Sörla kemur m.a. þetta fram.

„Í bréfinu felst áskorun um að LH standi fyrir og leiði vinnu við lausn þeirra ágreiningsmála sem upp hafa komi vegna árekstra ríðandi umferðar og annarrar umferðar. Þetta verði gert í samvinnu íþróttahreyfingarinnar, opinberra aðila og forsvarsmanna annara útivistarhópa.  Teljum við brýnt að farið verði í þessa vinnu strax og áður en að ástandið verður verra, bæði á útivistarsvæðunum sjálfum sem og á veraldarvefnum.  Í raun snýr öll þessi umræða og allir þessir árekstrar um tilverurétt og öryggismál allra, á öllum þeim stígum, slóðum og vegum sem eru í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og að allir geti verið þar óhultir.“

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar