Hestamannafélagið Sprettur Skötuveisla hestamannafélagsins Spretts

  • 15. desember 2025
  • Tilkynning
Ræðumaður dagsins er Hermann Árnason

Skötuveisla hestamannafélagsins Spretts fer fram á Þorláksmessu frá klukkan 11:30-14:00 í veislusal Spretts í Samskipahöllinni.

Boðið verður upp á kæsta skötu, tindabikkju, saltfisk, kartöflur, rófur, rúgbrauð, hamsatólg og íslenskt brauð, miðaverðið er 6.900kr. Einnig verður hægt að kaupa fljótandi veitingar.
Veislustjóri er Gunnar Gunnsteinsson og ljúfir tónar verða spilaðir af Pálma Sigurhjartarsyni. Ræðumaður dagsins er enginn annar en Hermann Árnason hestamaður og vatnagarpur, auk þess mun Sprettskórinn taka nokkur vel valin lög.
Það verður söngur og gleði, góður matur og frábær félagsskapur.

Mikilvægt er að panta borð þar sem takmarkaður sætafjöldi er í boði. Borðapantanir fara fram á sprettur@sprettur.is

Sjáum vonandi sem flesta í Samskipahöllinni.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar