Skráning á fyrstu Skeiðleikana

Fyrstu Skeiðleikar Skeiðfélagsins verða haldnir í tengslum við WR íþróttamót Sleipnis. Lokað hefur verið fyrir skráningar á mótið en skráning á Skeiðleikana verður opin út daginn í dag, fimmtudag 11.maí.
Skráningin fer fram í gegnum motanefnd@sleipnir.is. Senda skal kennitölu, IS númer, félag knapa og eiganda hests sé það annað en knapi keppir fyrir og greinina sem keppa á í.
Drög að dagskrá WR íþróttamóts Sleipnis mun birtast á næstu dögum.