Kynbótasýningar Skráning hafin á kynbótasýningar vorsins

  • 6. maí 2024
  • Fréttir

Dís frá Ytra-Vallholti, knapi Bjarni Jónasson

Búið er að opna fyrir skráningar á kynbótasýningar vorsins en opnað var kl. 9:00 í morgun. 

Líkt og síðustu ár fer skráning og greiðsla fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráður er í gegnum. Einnig er hægt að skrá á forsíðu WorldFengs.

Skráningar fara vel af stað en nú þegar korter er liðið síðan skráning var opnuð eru 541 hross skráð.

Hægt er að skrá á tólf sýningar og eins að staðan er í augnablikinu eru laus pláss á allar sýningarnar.

Hér að neðan má sjá sýningaáætlun vorsins og hvenær eru síðustu skráningadagar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar