Hestamannafélagið Fákur Skráning hafin á opna Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR 2025

  • 6. maí 2025
  • Fréttir
Opið er fyrir skráningar á opna WR Reykjavíkurmeistaramót Fáks, sem fer fram dagana 9.–15. júní 2025.

Viðburðinn má finna á Facebook undir heitinu „Reykjavíkurmeistaramót Fáks WR 2025“, þar sem reglulega birtast upplýsingar um mótið. Við hvetjum alla áhugasama til að merkja við „going“ til að fylgjast með nýjustu fréttum.

Skráning í greinar fer fram á Sportfeng (IS2025FAK161) og lýkur skráningarfresti kl. 23:59 þann  1. júní. Vinsamlegast sendið allar fyrirspurnir varðandi skráningu á netfangið skraning@fakur.is.

Athugið: Skráningar sem berast of seint eða eru ógreiddar við lok skráningarfrests verða ekki teknar gildar.

Mikilvægt að hafa í huga:

  • Ef færri en 25 keppendur skrá sig í flokk, verður eingöngu riðið A-úrslit.
  • Ef færri en 10 skrá sig í flokk, fellur sá flokkur niður.
  • Keppendur bera sjálfir ábyrgð á sinni skráningu.
  • Mótið er World Ranking mót, og því mikilvægt að keppendur kynni sér nýjustu reglur LH og FEIF.

Drög að dagskrá verða birt fljótlega. Við hvetjum alla til að skrá sig tímanlega svo hægt sé að leysa hugsanleg vandamál áður en skráningarfrestur rennur út.

Greinar og flokkar í boði:
T1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
T2 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
T3 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur.
T4 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur.
T7 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 2. flokkur.
V1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
V2 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur.
V5 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 2. flokkur.
F1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
F2 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, 1. flokkur, 2. flokkur.
P1 250m skeið – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
P2 100m skeið – meistaraflokkur, 1. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur.
P3 150m skeið – meistaraflokkur, ungmennaflokkur.
PP1 gæðingaskeið – meistaraflokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, 1. flokkur, 2. Flokkur.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar