Skeiðfélagið Skráning hafin á þriðju Skeiðleika sumarsins

  • 2. júlí 2025
  • Fréttir

Sigurbjörn Bárðarson á Flosa frá Keldudal og Daníel Ingi Smárason á Herði frá Reykjavík á flugaskeiði ,á félagssvæði Sleipnis og Skeiðfélagsins, að Brávöllum á Selfossi.

Brautin á Selfossi er sjóðheit eftir heimsmetið sem var slegið um síðustu helgi. 
Þriðju skeiðleikar Skeiðfélagsins, fóðurblöndunar og Hrímnis fara fram á Brávöllum á Selfossi miðvikudagskvöldið 9.júlí og hefjast þeir klukkan 19:00.
Skráning er hafin og fer fram í gegnum Sportfeng. Velja þarf skeiðfélagið sem mótshaldara og lýkur skráningu mánudaginn 7. júlí.
Styrktaraðilar skeiðleikanna – Fóðurblandan og Hrímnir styrkja um verðlaunagripi sumarsins.
Skeiðleikarnir verða með hefbundnu sniði þar sem byrjað verður á 250 m skeiði, 150m skeiði og að lokum á 100 m skeiði.
Skeiðfélagið vill vekja athygli á að samkvæmt reglum er 14 ára aldurstakmark í skeiðkappreiðar og hafi knapi ekki náð 16 ára aldri skulu þeir framvísa skriflegu leyfi foreldris/forráðamanns. Því skulu knapar sem ætla að keppa á skeiðleikum vera fæddir 2011 eða fyrr.
Þá fær stigahæsti knapi ársins einnig til varðveislu í eitt ár farandgripinn Öderinn sem Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir gáfu til minningar um Einar Öder Magnússon. Staðan í keppninni um Öderinn þegar helmingur móta eru búin er eftirfarandi:
  1. Konráð Valur Sveinsson 41
  2. Sigurður Sigurðarson 23.5
  3. Ingibergur Árnason 18
  4. Erlendur Ari Óskarsson 17.5
  5. Ásmundur Ernir Snorrason 16.5

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar