Skráning hafin í Skagfirsku mótaröðina

Þriðja mót í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 22.mars næstkomandi kl 10:00. Keppt verður í tölti og skeiði og eru eftirfarandi flokkar í boði:
- T3 – 1.flokkur, 2.flokkur, ungmennaflokkur og unglingaflokkur.
- T7 – Barnaflokkur og 3.flokkur.
- Flugskeið 100m – Fullorðinsflokkur og ungmennaflokkur – ATH (börn og unglingar mega ekki keppa í skeiði í gegnum höllina)
- Pollaflokku
Skráning verður opin til miðvikudagskvöldsins 19.mars 23:59. Vilja mótshaldarar vinsamlegast biðja fólk um að virða auglýstann tíma til að skrá og fólk sé ekki að skrá eftir auglýstan tíma því þá hækka skráningargjöldin um helming! Skráningargjöld verða ekki endurgreidd. Skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi sportfengs. Greiðslukvittun sendist á itrottamot@gmail.com. Skráningargjöld verður að millifæra og senda kvittun svo skráningin sé tekin gild annars birtast nöfn ekki á ráslista. Pollar skrá sig einnig til leiks í gengum sportfeng eða á itrottamot@gmail.com. Skráningargjald í barnaflokk og unglingaflokk er 2.500kr og skráningargjald í 1,2,3 og ungmennaflokk er 4.000kr