Skráning hafin í Stóðhestabókina 2020

  • 14. febrúar 2020
  • Fréttir
Með hækkandi sól fer tími stóðhestanna að nálgast og um leið fer undirbúningur fyrir Stóðhestabók Eiðfaxa 2020 af stað

Stóðhestabókin, sem síðustu ár hefur verið gefin út undir merkjum Hrossaræktar, nýtur ávallt mikilla vinsælda og er í raun staðalbúnaður á öllum kaffistofum hestamanna enda er þar að finna upplýsingar um vel á þriðja hundrað stóðhesta. Skráning er nú hafin í bókina og því tilvalið fyrir stóðhestaeigendur að hafa samband og taka frá pláss.

Stóðhestabókin kemur svo út með pompi og prakt á Stóðhestaveislu Eiðfaxa sem haldin verður 4. apríl nk. í Samskipahöllinni í Spretti. Að venju verður einnig haldið norður yfir heiðar með veisluna og verður hún haldin þann 18. apríl í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.

Stóðhestabókin er prentuð í rúmlega 3.000 eintökum og munu allir áskrifendur Eiðfaxa fá eintak af henni sér að kostnaðarlausu. Þá mun hún fylgja miðum á stóðhestaveislunum líkt og undanfarin ár

Verð fyrir heilsíðuauglýsingu í bókina er 40.000 kr. +vsk, en þeir sem panta fyrir 29. feb næstkomandi fá 20% afslátt.

Vertu á góðu tímakaupi og sendu okkur línu sem fyrst á eidfaxi@eidfaxi.is.

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<