Skráning hafin í Stóðhestabókina 2021!

  • 22. febrúar 2021
  • Fréttir

Forsíða síðustu stóðhestabókar. Mynd: Liga Liepina

Það er vor í lofti (a.m.k. sunnan heiða) og eitt af nauðsynlegum vorverkum hvers stóðhestseiganda er að skrá sinn hest í bókina Stóðhestar 2021 sem Eiðfaxi mun gefa út á vordögum.

Stóðhestabók Eiðfaxa er sannkölluð biblía hvers hrossaræktanda, enda eru jafnan vel á þriðja hundrað stóðhesta kynntir í bókinni, allt frá margreyndum gæðingafeðrum yfir í vonarstjörnur framtíðarinnar. Stóðhestar 2021 kemur út í veglegri prentútgáfu að venju en mun einnig koma út á rafbókarformi þar sem hægt verður að setja inn myndskeið og tengingar inn á aðrar vefsíður, t.d. Facebook og Instagram ef menn óska.

Skráning er nú hafin í Stóðhestabókina og geta áhugasamir sent skráningu á eidfaxi@eidfaxi.is með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn og IS-númer hests.
  • Eina mynd af hestinum í góðum myndgæðum (ca. 1MB eða stærra) sem má birta.
  • Notkunarupplýsingar hests, hvar hann verður (ef það liggur fyrir) og nafn, símanúmer og/eða netfang hjá þeim sem gefur nánari upplýsingar um notkun.

Auk þess má senda eftirfarandi upplýsingar til viðbótar (valkvætt):

  • Auka mynd í góðum myndgæðum (ca. 1MB eða stærra) sem má birta.
  • Logo stóðhests/hrossaræktarbús.
  • Stutt lýsing á hesti, ca. 50-60 orð.
  • Tengill inn á myndskeið af hestinum (t.d. YouTube eða Vimeo) eða á aðrar vefsíður.

Heilsíðuauglýsing fyrir stóðhest í Stóðhestar 2021 kostar 40.000 kr. +vsk en þeir sem skrá sig fyrir 10. mars nk, fá 25% afslátt. Skaffaðu þínum stóðhesti skemmtilegan félagsskap í sumar og skráðu hann tímanlega í stóðhestabókina!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<