Landsmót 2024 Skráning keppenda á Landsmót 2024

  • 16. júní 2024
  • Fréttir

Mótið er nr. IS2024LM0211. Hér má finna hagnýtar upplýsingar.

Gæðingakeppni

Hvert hestamannafélag ber ábyrgð á skráningu sinna knapa og eins að senda upplýsingar um varahesta og knapa. Í sérstakri forkeppni hefur knapinn val upp á hvora höndina hann vill ríða og því mikilvægt að það sér rétt skráð.

Hvert hestamannafélag ber ábyrgð á því að skráningargjöld séu greidd og mikilvægt er að senda kvittun á skraning@fakur.is svo skráningin sé gild. Skráningargjaldið er kr. 13.500 í alla gæðingaflokka.

Til viðbótar þeim hestum sem vinna sér þátttökurétt á Landsmóti í öllum flokkum í gegnum úrtökur hestamannafélaganna, fá efstu 6 hestar á stöðulistum sem ekki komust inn í gegnum úrtökur hjá sínum félögum, þátttökurétt á Landsmóti. Staða á stöðulistum er tekin að loknum úrtökum hestamannafélaganna sem haldnar eru fyrir kl. 23:59 þann 16. júní 2024. Haft verður sambandi við þá knapa sem komast inn í gegnum stöðulista.

Tölt, skeið & sýningargreinar

Þátttökurétt í tölti og kappreiðum ráðast af stöðulistum löglegra móta sem lokið er fyrir 17. júní 2024. Hestar sem taka þátt í gæðingakeppni hafa einnig rétt á að taka þátt í öllum íþróttagreinum mótsins séu þeir inni á stöðulistum.

Hver knapi ber ábyrgð á sinni skráningu út frá stöðulista sem birtur verður á heimasíðu Landsmóts og öllum helstu vefmiðlum 20 júní. Knapar eru beðnir um að fylgjast vel með og bregðast skjótt við skráningu. Hver knapi ber ábyrgð á því að skráningargjöld séu greidd og mikilvægt er að senda kvittun á skraning@fakur.is svo skráningin sé gild. Skráningargjaldið er kr. 15.000.

  • 30 hæstu einkunnir í tölti T1
  • 20 bestu tímarnir í 100m skeiði P2
  • 14 bestu tímarnir í 150m skeiði P3
  • 14 bestu tímarnir í 250m skeiði P1

16 ára aldurstakmark (árg. 2008) er í töltinu.

 

Sýningargreinar

  • 20 hæstu einkunnir í gæðingaskeiði PP1
  • 20 hæstu einkunnir í fjórgangi V1
  • 20 hæstu einkunnir í fimmgangi F1
  • 20 hæstu einkunnir í slaktaumatölti T2

18 ára aldurstakmark er í T2, V1, F1 og PP1. Ríkjandi heimsmeistarar í íþróttagreinum hafa sjálfkrafa þátttökurétt.

Allar upplýsingar veitir mótsstjóri:
Hilda Karen Garðarsdóttir
motsstjori@fakur.is

 

www.landsmot.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar