Skvísa og Jörfi best á folaldasýningu í Skálakoti

  • 5. desember 2021
  • Fréttir
Fjórtánda árið í röð sem sýningin er haldin

Það var bjartur og fallegur dagur undir Eyjafjöllunum í gær þegar hin árlega folaldasýning í Skálakoti var haldin.  Alls voru 23 folöld sem tóku þátt en þetta er fjórtánda árið sem sýningin er haldin. Sýningin er sem oft áður vel sótt og margir glæsilegir gripir komu fram. Efsta hestfolald sýningarinnar var Jörfi frá Fornusöndum og efsta merfolaldið Skvísa frá Skálakoti en hún var einnig valin glæsilegasta folald sýningarinnar.

Úrslit urðu sem hér segir:

Merfolöld
1. Skvísa frá Skálakoti – Rauðblesótt glaseygt
F: Skýr frá Skálakoti
M: Von frá Eyjarhólum
Rækt: Guðmundur Viðarsson
Eig: Guðríður Eva Þórarinsdóttir

2. Harpa frá Fornusöndum – Brún
F: Þór frá Torfunesi
M: Svarta Perla frá Ytri-Skógum
Rækt/Eig: Magnús Geirsson

3. Sunneva frá Skálakoti – Leirljós
F: Sólon frá Skáney
M: Vök frá Skálakoti
Rækt/Eig: Guðmundur Viðarsson

4. Mánadís frá Fornusöndum – Brúnstjörnótt
F: Skýr frá Skálakoti
M: Árdís frá Litlalandi
Rækt/Eig: Finnbogi Geirsson

5. Folda frá Eyjarhólum – Rauðtvístjörnótt
F: Skýr frá Skálakoti
M: Perla frá Eyjarhólum
Eig: Þorlákur Sindri Björnsson

Guðríður Eva Þórarinsdóttir eigandi ásamt Guðmundi Viðarssyni ræktanda Skvísu frá Skálakoti sem var valin besta folald sýningar.

Hestfolöld
1. Jörfi frá Fornusöndum – Brúnstjörnóttur
F: Jarl frá Árbæjarhjáleigu II
M: Svarta-Nótt frá Fornusöndum
Rækt/Eig: Tryggvi Einar Geirssonm

2. Nn frá Skálakoti – Moldóttur
F: Skutull frá Skálakoti
M: Sygin frá Skálakoti
Rækt/Eig: Guðmundur Viðarsson

3. Máttur frá Fornusöndum – Brúnn
F: Skýr frá Skálakoti
M: Gerpla frá Fornusöndum
Rækt/Eig: Magnús Geirsson

4. Þristur frá Moldnúpi II – Rauðblesóttur
F: Skýr frá Skálakoti
M: Þrenna frá Þingeyrum
Rækt/Eig: Sanne van Hezel

5. Fönix frá Fornusöndum – Brúnn
F: Jarl frá Árbæjarhjáleigu II
M: Drottning frá Fornusöndum
Rækt: Finnbogi Geirsson
Eig: Kristín Ingileifsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar