Sleipnir fagnar 95 ára afmæli
Hestamannafélagið Sleipnir var stofnað þann 9. júní árið 1929 að Skeggjastöðum í samkomuhúsi Hraungerðishrepps eftir uppástungu nokkurra manna í Hraungerðis- og Villingaholtshreppi.
Félagið fagnar því 95 ára afmæli næstkomandi sunnudag. Í tilefni dagsins verður boðið upp á afmælisköku í félagsheimilinu Hliðskjálf kl. 16:00.
Um helgina verður jafnframt opið gæðingamót Sleipnis og úrtaka fyrir landsmót. Tilvalið að horfa á gæðinga og knapa sýna listir sínar í úrslitunum á sunnudaginn en dagskráin hefst á Brávöllum kl.11:45 á pollaflokki og svo er hægt að skella sér í afmæliskaffi í félagsheimilinu á eftir.